Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 72
K r i s t j á n J ó h a n n J ó n s s o n 72 TMM 2016 · 4 Eyvindur og amma hans trúa að hann sé enn nálægur. Ruggustóllinn fer stundum af stað án þess að nokkur komi nálægt honum, það sést öðru hverju maður í bátnum við vatnið sem hverfur síðan eins og hendi sé veifað og ef rafmagnið fer á kvöldin þegar Eyvindur er að slóra eru þau, hann og amma hans, viss um að það sé afi að reka hann í rúmið. Eyvindur heitir í höfuðið á afa sínum sem einnig hét Eyvindur og taldi sig kominn af sjálfum Fjalla-Eyvindi sem eyddi að því er sagt er nánast allri ævi sinni á fjöllum með konu sinni Höllu. Þau eignuðust börn og komust alltaf undan yfirvöldum að því er þjóðsögurnar af Eyvindi herma. Eyvindur afi aðalpersónunnar var einnig mikill fjallamaður og fórst á Kili, þar sem Fjalla- Eyvindur bjó um sinn og þar sem Eyvindur aðalpersóna fær vissa innsýn í ríki dauðra. Ekkert er nýtt undir sólinni. Forfeðurnir lifa í sögum okkar og vitund og sögu þeirra er ekki lokið meðan hún er hluti af sögu okkar. Sögu unglingsins er heldur ekki lokið þó að hann hætti að vera unglingur. Líf eftir dauðann getur orðið að myndhverfingu um líf fullorðinnar persónu eftir unglingsárin. Veröld unglingsins hverfur en önnur tekur við. Búlgarski bókmenntafræðingurinn Margarita Georgieva hefur vikið að þessu frá- sagnarminni14 í grein um höfundana Pelin og Rainov sem ekki verða ræddir frekar hér en báðir: „… nota tvöfalt sjónarhorn, bækur þeirra eru ætlaðar börnum og geyma ímyndir og tilvísanir til dauða mæðra og feðra en hafa einnig persónur á barnsaldri sem deyja og börnin geta fundið til með og þannig hugleitt sinn eigin dauðleika … tímabundin átök og dauði en farsæll endir í kjölfarinu sýna barninu að handan bernskunnar er annar heimur.15 Í sögunni Draugaslóð er hliðarsaga af Reynolds-fjölskyldunni skosku. Faðirinn er ríkur maður og hefur keypt íslenska góðhesta í Skagafirði. Snemma vors þarf hann að fara með þá yfir Kjöl og koma þeim í flutninga- flugvél á Reykjavíkurflugvelli. Þetta lætur hann syni sína skipuleggja og gera með sér til þess að ala þá upp. Annar þeirra er tvítugur en hinn ellefu ára. Föðurnum finnst eldri sonurinn ábyrgðarlaus slæpingi en yngri sonurinn liðleskja. Hann ætlar að gera úr þeim fullorðna karlmenn. Í stuttu máli sagt leggja Skotarnir alltof snemma á fjallveginn með hrossareksturinn, lenda í illvígum byl, bræðurna hrekur frá föður sínum og tveimur fylgdarmönnum, þeir leita skjóls í hraungjótu og verða úti. Þeir finnast ekki til að byrja með og þegar að því kemur á aðalpersóna sögunnar, Eyvindur, þátt í líkfundinum vegna þess að hinir dauðu eru hluti af lífi hans og vitund. Hann hefur alist upp við þá hugmynd að ýmsar leiðir liggi milli heima lifenda og dauðra. Þar komum við aftur að íslenskri frásagnarhefð, sérstaklega þjóðsög- unum. Ekki fer á milli mála að Kristín Helga sækir efnivið sinn þangað. Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar sem gefnar voru út 1862 er að finna söguna af Reynistaðabræðrum (líkindin við nafn Reynolds-bræðra eru ekki til- viljun). Hún greinir frá því að árið 1780 urðu rík hjón í Skagafirði (þar sem Reynolds-fjölskyldan keypti hestana) fyrir því að sjúkdómur kom í fjárstofn þeirra og hann varð að skera niður. Þau urðu að senda menn yfir fjallveginn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.