Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 73
L í f i ð o g d a u ð i n n TMM 2016 · 4 73 Kjöl til þess að kaupa sauðfé á Suðurlandi. Þau áttu tvo syni, annar var tví- tugur galgopi en hinn viðkvæmur 11 ára drengur. Þau sendu þá til þess að kaupa fé og með þeim þrjá menn. Þeir lögðu of seint á fjallið með fjárhóp sinn, fengu yfir sig haustbyl og urðu úti. Þessi saga varð þjóðinni erfið. Tjald með líkum fannst sumarið eftir en tvennum sögum fór af því hve mörg lík væru í tjaldinu. Þegar málin skýrðust varð ljóst að þar voru tveir fylgdarmenn þeirra bræðra en lík þeirra sjálfra horfin og einn fylgdarmannanna. Hönd af einum fylgdarmanni, Jóni Aust- mann, fannst fljótlega og hann virðist hafa komist mun lengra. Bein þeirra bræðra fundust 65 árum síðar. Í meðförum þjóðsögunnar varð sú skýring fljótlega ofan á að græðgi og óbilgirni foreldranna hefði orðið drengjunum að bana. Þann þráð tekur Kristín Helga Gunnarsdóttir upp í Draugaslóð, sögu sinni af Eyvindi og þeim Reynolds-bræðrum. Reynolds-bræður deyja og fjölskylda þeirra er niðurbrotin. Dauðinn í þjóðsögum Dauðinn er síendurtekið þema íslenskra þjóðsagna. Bent hefur verið á að sorgin eigi sér fimm stig og þar sé hægt að skilja á milli en þau eru: afneitun, reiði, sekt, þunglyndi, og játun eða viðurkenning16 En hvað ber að gera ef þeir dauðu eru allt í kringum okkur, eiga við okkur erindi og lifa á marga vegu í minningum, viðhorfum og frásögnum? Við fyrstu sýn gæti þetta viðhorf virst einhliða afneitun á dauðanum en málið er flókið. Þjóðsögurnar eru sögur af fólki og stundum yfirnáttúrulegum verum en sjaldan guðum þó að fjandinn komi stundum við í sögunum. Þær geyma oft mótsagnir mannlífsins og reyna að greiða úr þeim í ímynduðum heimi eins og títt er um bókmenntir. Í þeim leynist skilningur alþýðunnar á lögmálum lífs og dauða. Eitt af því sem þjóðsögurnar vita er að manneskjan hefur sterka þörf fyrir að trúa því að líf sé eftir þetta líf og þess vegna þurrka þjóðsögurnar að meira og minna leyti út skilin milli lífs og dauða. Þar með öðlumst við innsýn í það sem við skildum ekki í lífinu og ýmislegt getur gerst. Jafnvel dýr geta gengið aftur. Til dæmis mætti nefna Þorgeirsbola. En fyrir þá sem ekki muna eftir honum þá varð maður að nafni Þorgeir fyrir því óláni að konan sem hann vildi fá hafnaði honum og vildi ekki sjá hann. Þorgeir var göldróttur og magnaði þá upp mikið naut sem var kallað Þor- geirsboli, hálfflegið, dró húðina á eftir sér og stundum sátu frægir draugar á baki hans eða sátu á húðinni eins og sleða! Þorgeirsboli fór heim til vondu konunnar sem vildi ekki þýðast Þorgeir og drap hana, sumir segja að þar hafi orðið mistök og hann hafi drepið systur hennar en það er ekki víst. Sagan af Djáknanum á Myrká í Hörgárdal geymir einnig vitneskju um yfirgang karla við konur. Hann varð ástfanginn en jafnframt svo óheppinn að falla niður um ísvök og drukkna. Um kvöldið kom hann samt til unnustu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.