Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 75
L í f i ð o g d a u ð i n n TMM 2016 · 4 75 sem nefnt var í upphafi sögunnar er selt og rifið og Eyvindur verður að flytja frá ömmu sinni. Endalokum bernskuheimilisins fylgir miklu meiri sorg en nokkru dauðsfalli í sögunni. Þar gengur Eyvindur í gegnum stigin sem áður voru nefnd: afneitun, reiði sekt, þunglyndi og viðurkenningu. Hann strýkur að heiman og felur sig, neitar að tala við ömmu sína og móður og setur afarkosti, fær samviskubit yfir látunum í sér, þegir og verður ófélagslyndur í nokkra daga og sættir sig svo við orðinn hlut. Þetta er dauði bernskunnar. Eyvindur (aðalpersónan) þarf að stíga hið mikilvæga skref inn í fullorðins- árin, átta sig á afstöðum og sögu móðurinnar og taka ábyrgð á tilfinningum sínum. Sorgin yfir horfinni bernsku er miklu erfiðari en dauði afans, sem lítur hvort eð er alltaf við í draumunum öðru hverju. Bernskan fær svo undir lokin stöðu heilbrigðrar minningar eins og afinn. Þegar Reynolds-bræðurnir farast á Kili þá fylgir því mikil sorg foreldra og systkina. Hún verður enn þyngri vegna þess að þeir finnast ekki, – liggja kaldir og dánir einhvers staðar í hraungjótu. Hér þarf að taka upp einn þráð enn úr sögunni. Afi og nafni Eyvindar var mikill fjallagarpur, rétt eins og útilegumaðurinn Fjalla-Eyvindur. Aðalpersónuna Eyvind dreymir afa sinn stundum, hann kemur og lætur honum ýmsa vitneskju í té í draumi. Draum- vitranir eru mörghundruð ára gömul aðferð í íslenskum sögum til þess að boða það sem bíður söguhetjunnar. Mjög algengar í Íslendingasögum. Eyvind dreymir snemma í sögunni að verið sé að rífa litla húsið við vatnið og henda rúminu hans á haugana en hann skilur ekki þann draum fyrr en það gerist. Hann er 13 ára og kannski vissi hann það innra með sér að hann væri að verða fullorðinn og nýtt líf í vændum, – kannski var afi að vara hann við í draumi. Eyvindur og Þóra móðir hans taka til starfa á Kili, þegar leitin að Rey- nolds-bræðrunum stendur sem hæst. Afi Eyvindar vitjar hans í draumi og vísar honum á líkin en það kostar nokkrar atrennur vegna þess að erfitt getur verið að ráða drauma. Í sögu Reynistaðabræðra er greint frá því að einungis hönd með vettlingi hafi fundist af einum fylgdarmanna þeirra og í ferða- mannabúðunum á Kili sést öðru hverju einhentum manni bregða fyrir – hann reynir að ná milli heima og vísa á skosku bræðurna en það gengur illa. Inn í þessa sögu fléttast enn einn þráður sem er af kynferðislegum toga. Stúlkan Vilhelmína, í bekknum hans Eyvindar, hefur sýnt honum áhuga en hann hefur lengst af ekki kunnað að meta það. Fyrir tilviljun kemur hún í ferðamannabúðirnar á Kili og skyndilega finnst hinum 13 ára gamla Eyvindi að hún sé ef til vill ekki alveg eins vitlaus og hún lítur út fyrir að vera. Kyn- vitund hans er að vakna, samhliða skilningnum á hinu dulvitaða og dauð- anum. Vilhelmína dregst inn í leitina að Reynolds-bræðrunum skosku og á þátt í því að þeir finnast. Bæði sjá þau einhenta manninn, drauginn úr sögunni af Reynistaðabræðrum, viðurkenna dulvitaða þekkingu frá löngu dánum afa Eyvindar og horfast að nokkru leyti í augu við kynvitundina sem er sterk eins og vitund okkar um dauðann eins og áður var að vikið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.