Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 94
94 TMM 2016 · 4 Guðbergur Bergsson Hvað þýðir það að þýða? Til þess að geta unnið það sem er kallað þýðingarstarf, hér á ég við rit- aðan texta, þarf sá sem það gerir að kunna að minnsta kosti tvö tungumál. Kannski ekki kunna – því hver kann tungumál? – heldur verður þýðandinn að geta lesið annað, málið sem þýtt er af, en væntanlega kann hann sæmi- lega hitt. Það er ekki nauðsynlegt fyrir þýðanda að geta talað tungumálið sem hann leggur til grundvallar starfi sínu, ef það væri skilyrði að geta talað tungumál gæti enginn þýtt af þeim sem talin eru dauð. Meira að segja er þessu þannig varið að þótt ritmál einhverrar tungu sé þýðanda skiljan- legt þarf hann ekki að geta skilið talmál þess. En að sjálfsögðu væri gott til árangurs að geta talað, lesið og skilið tungumál til þýðingar, ekki bara það, heldur væri best að þekkja umhverfið sem verkið sprettur úr, jafnvel þótt það kunni að vera úr öðrum heimi en þýðandans, fjalli til að mynda um líf framandi þjóða og lifnaðarhætti ókunnra landa eða gerist jafnvel úti í geimnum. Þannig þarf samt ekki svo að vera af því líf dauðra og drauga er ekkert annað en framhald á lífi jarðarbúa, enginn getur ímyndað sér annað en það sem er, leynt eða ljóst, á einhvern hátt fyrir hendi í efninu eða and- anum. Í bókmenntum er þess vegna líf og tilvera manna á öðrum hnöttum fátt annað en tilveran í heimi okkar á jörðinni. Heimurinn sem er handan við heiminn eða úti í geimnum er bara hinn jarðneski, dálítið aflagaður eða færður í felumyndastíl af einhverjum, þeim sem skrifar, en lesandinn telur að tilbúningurinn sé sprottinn af fram úr hófi frumlegu ímyndunarafli höf- undar. Þýðandi verður líka á sinn hátt að fylgja svipaðri trú og lesandans ef þýðingin á að vera venjuleg söluvara fyrir almenning. Reyndar á þetta með söluvarninginn jafnt við um allar þýðingar, að þýðandinn sýni með verki sínu að hafi hann leyst vanda, hvers eðlis eða snúinn sem hann kann að hafa verið, þá hafi hann leyst hann á auðleysanlegan hátt sem liggur uppi í augum annarra en þeirra sem eru með sérstök óvildaraugu. Þýðandinn má ekki vera með þannig augu gagnvart verki sínu heldur augu sem sjá inn í aðra heima og vitið á bak við þannig augu viti að vísindaheimurinn í bókum sem fjalla um framtíðina eða líf geimvera á öðrum hnöttum er bara samkrull á frumstigi ætlað trúgjörnum en fullorðnum börnum, fólki sem er svo heppið í anda að það getur alla ævi verið á unglingsaldri. En eitt er trúgirni lesenda og annað veruleiki hins ótrúlega til þýðingar. Í því efni á það við sem hæfi-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.