Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 112

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 112
S i g r í ð u r A l b e r t s d ó t t i r 112 TMM 2016 · 4 nema land. Ég pældi gífurlega í þessu, ekki bara með lestri goðsögufræða, fyrir nú utan Landnámu, heldur fóru ýmsar vangaveltur í gang, skylda skáldsins að koma draumvirkninni af stað. Út úr þessu kom algjör fullvissa sem tengdist landnámi Íslands og „íslenska undrinu“, þ.e. af hverju skrifuðum við á 12. og 13. öld ótrúlega hluti að magni og gæðum, Norðmenn ekkert, Norðurlandamenn næstum ekki neitt … og samt eigum við að vera komnir af þeim! Fullvissan, draumkennd, óvísindaleg en sönn samt. Einn lykillinn að útskýringu á íslenska undrinu er sú staðreynd að við erum blanda frá upp- hafi: Norðurlandamenn, aðallega karlmennirnir, konurnar keltneskar, frá Írlandi og eyjunum. Enginn tók mark á þessari ljóðrænu fullvissu minni, menn héldu flestir að ég væri að grínast. Jónas vinur minn Kristjánsson, handritafræðingur, sagði eitt sinn við mig eftir að ég hafði haldið enn einn fyrirlesturinn um þetta mál: „Jæja Sigurður minn, það er alltaf sama Írafárið á þér!“ Hvað kom svo í ljós hjá Kára Stefáns og félögum? Íslenskir karlmenn eru komnir 60% af Norðmönnum o.fl. Norðlendingum, 80% kvenfólksins komið frá keltnesku svæðunum! Þetta er, furðulegt nokk, greinanlegt hjá Erfða- greiningunni. Ég hafði semsagt rétt fyrir mér! Ég bjóst vitanlega aldrei við því að þessa intuition, hugboð, sem var algjör fullvissa, yrði hægt að sanna vísindalega. Nú, ég er Skaftfellingur í föðurætt eins langt og rakið verður. Ég sá í áróðursritinu Landnámu að forfaðir minn, sá er nam land í Skaftafells- sýslum var ÍRI!! Það stendur þar. Enginn fjandans þræll, bara frjáls maður. Og hvað hét hann? Ketill fíflski. Af hverju? Norræningjafávitarnir kölluðu hann þetta af því að hann var kristinn! Ketill the Idiot! Forfaðir minn! Ég er stoltur. Segist gjarnan vera írskur í föðurætt. Vissi ekki hve ótrúlega nærri sannleikanum það er í raun. Semsagt. Þetta er allt um keltnesku ættmóður okkar allra. Knúið áfram af sterkri tilfinningu fyrir þessari konu sem hefur verið afneitað allan þennan tíma, alltaf reynt að slíta okkar keltneska þráð. Þagga niður konuna í tvö- faldri merkingu. Skylda skáldsins að koma draumvirkninni af stað. Geturðu útskýrt þá skyldu nánar? Hugtakið draumvirkni er hjemmelavet þýðing mín á hugtakinu „travail du rêve“ hjá Freud, sem stundum er kallað „élaboration du rêve“ og ég sé að Sigurjón Björnsson hefur þýtt draumvinnsla15. Mig rámar í að þegar ég las þetta sirka 1969, þá hafi ég hugsað sem svo, að rithöfundar og ljóðskáld alveg sérstaklega skapi á svipaðan hátt og Sigmund Freud lýsir virkni draumsins hjá dreymandanum. En í þessu samhengi landnáms, upphafs þjóðar o.s.frv. – þá er mikilvægt að átta sig á því að hægt er að hugsa um þjóð og sögu hennar sem einstakling
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.