Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 119

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 119
„ A l l t a f h á l f o p n a r d y r“ TMM 2016 · 4 119 enga fyrirframafstöðu í tengslum við þessar tvennur aðra en þá að halda mig algjörlega fyrir utan þeirra sterka áhrifasvið. Ég hef beitt þessu sem lesandi og þjálfað með sjálfum mér en einnig nýtt mér sem þjálfari nemenda í Háskóla Íslands. Ég hef kennt ritnámskeið sem gekk út frá því sem markmiði að nemendur yrðu þó ekki væri nema skárri lesendur. Sem er fyrsta skrefið í átt til þess að verða skárri skrifandi. Í upphafi bannaði ég þeim að styðjast við strauma og stefnur og hugtök og heiti svo og félagsfræðilegan, hugmyndafræðilegan, sögulegan eða ævisögu- legan lestur á ljóðtexta. Sem fyrstu nálgun nota bene. Ég verð að leggja þunga áherslu á það, ég var bara að reyna að vinda ofan af vélrænu viðbragði, sem truflar lestur textans, ef þú hugsar fyrirfram um ofangreind atriði. Allt hér að ofan er ágætt þegar þú hefur bankað uppá hjá textanum og spurt hann: „Hvað viltu segja mér, hvað ertu að reyna að segja“. Bara ein- faldlega svona og án nokkurrar hjálpar, án gleraugna. Nakinn lestur. Eins nakinn og saklaus og hægt er. Þó að ég geri mér grein fyrir því að slíkt sé ekki hægt, það er ekkert upprunahorf til o.s.frv. Síðan, á síðari stigum má svo tengja textann við allar ofangreindar aðferðir til að lesa. Nemendur völdu texta til lestrar, flutnings og greiningar og eitt prinsipp var óhjákvæmilegt: Þú varðst að vera hrifin(n) af textanum! Hann varð að hafa náð að tengjast við þig og þú við hann. Semsagt eingöngu gengið út frá prinsippinu sem lesa má í titli einnar bókar Barthes, Le plaisir du texte. Texta-unaðurinn má aldrei gleymast. Þú vitnar í Barthes. Mörgum finnst erfitt að botna í honum og öðrum frönskum spekingum á seinni tímum … Ákaflega margir textar RB hafa sagt mér mjög margt og mikilvægt, textar um goðsögur nútímans, um leikhús, um tísku, um ljósmyndir og – gleymum því ekki – um textanautnina, lestrarnautnina. Margir þessara texta höfðu mótandi áhrif á mig, aðrir textar Barthes alls ekki, sumum þeirra náði ég ekki. En ég kasta ekki barninu með baðvatninu eins og franska máltækið segir. Ég tek það sem nýtist mér sem næring hjá Barthes og öðrum, hef ekki neinar stórkostlegar áhyggjur af hinu. Það er alltaf öðru hverju verið að reyna að sannfæra mann um að þessir Fransmenn séu allt saman loddarar, skrifi bara ný föt á keisarann, þetta séu bara tískubólur etc. Mér er alveg nákvæmlega sama, ég er áfram sannfærður um mikilvægi til dæmis Júlíu Kristevu. Mér er ljóst að í fyrstu skrifum hennar er hins vegar hægt að finna illskiljanlega hluti, fulla af þess tíma jar- gon, texta sem liggja vel við höggi ef þú vilt sanna að hún skrifi bara þvælu. En ég segi bara, and so what? Michel Foucault loddari? Ég átti því láni að fagna að tala eitt sinn talsvert við konu sem var nánasti samstarfsmaður hans, Blandine Kriegel. Hennar greinargerðir fyrir vinnubrögðum hans voru slíkar að ég verð að segja eins og er, maður verður bara að bíta á jaxlinn til þess að pirrast ekki þegar ráðist er á Foucault sem loddara. Derrida? Ég hef
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.