Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 120

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 120
S i g r í ð u r A l b e r t s d ó t t i r 120 TMM 2016 · 4 fjarri því lesið allt sem hann hefur skrifað, ég má bara ekkert vera að því, en ég hef tekið eftir því að textar hans eru gjöfulir, það tekur tíma að setja sig inn í þá, en þeir verða magnaðri með hverjum lestri. Að þetta séu nýju föt keisarans, ég hef bara ekki orðið var við það. Þetta eru algjörlega heiðarlegir textar. Hins vegar leita alltaf einhverjir loddarar í svona samhengi, pikka upp talsmátann, slá um sig með hugtökum án þess að skilja þau, halda að það nægi að vera óskiljanlegur til þess að vera flottur og kannski tekst þeim að blekkja einhverja í vissan tíma, en ekki endalaust. En vitanlega er það hvim- leitt meðan svindlið virkar. Það truflar og eyðileggur fyrir þeim sem eru alvörumenn. Virka ekki allar falsanir þannig? Aftur yfir í hugtök og skilgreiningar. Telurðu að þessi fyrirbæri séu heft- andi fyrir skáld og hugsanlega lesendur? Nei, alls ekki, þvert á móti. Ég legg áherslu á það. Ég er mjög fylgjandi nákvæmum og ítarlegum skilgreiningum og skýrri hugtakanotkun. Ég held frekar að skilgreiningafælni sé heftandi. Íslendingar eru yfirleitt skilgreiningafælnir, þeir hafa minni heimspekibakgrunn, bæði hefðir og almenna menntun í heimspeki, en til dæmis Frakkar. Maður er oft eins og fábjáni á fyrstu árum í háskóla við hliðina á venjulegum nemendum sem hafa farið í gegnum standard heimspekinám í frönskum menntaskóla. Aðal- lega vegna þess að þeir hafa þjálfun í skilgreiningum og þar með nákvæmri notkun hugtaka. Nú er það svo, að hver höfundur er bæði lesandi og skrifandi. Hvoru fyrir sig tilheyrir mismunandi innstilling. Enn og aftur er þetta díalektíska sam- bandið farvegur-flæði. Það er í gangi bæði yfirsýn og kafsund. Þegar þú lest yfir það sem þú hefur skrifað, þá er oft nauðsyn á meira objektífu viðhorfi og fínt að hugsa um hugtök, skilgreiningar etc. Svo er annar tími, tími flæðis, kafsunds; þá held ég að þú ættir að sleppa því að hugsa um skilgreiningu á sundi eða sundmanni, bara synda! Reyna að drukkna ekki! Enn ein spurningin um skilgreiningar. Eða öllu heldur „merkimiða“. Hvað finnst þér um þann sið að draga skáld og rithöfunda í dilka? Sem „atóm- skáld“, „fyndnu kynslóðina“ (sem þú þóttir tilheyra um skeið), „póstmód- ernista“ o.s.frv.? Því miður eru þetta einmitt merkimiðar, ekki skilgreind hugtök, þetta eru dilkar sem ekki standast skilgreiningar. Ég er alveg á móti þessum lím- miðum út af þessu. Þeir standast yfirleitt ekki skoðun. Alltof miklar einfald- anir. Kynslóðatal fer líka í taugarnar á mér út af því sama: alltof miklar ein- faldanir. Svo leynist líka í kynslóðatali ákveðin yfirlýsing, þ.e. að sé einhver framvinda, línuleg og söguleg framvinda í bókmenntum. Svo er ekki. Það er í gangi samtími, tími lesandans, ég sem lesandi geri alla höfunda sem ég les
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.