Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 132

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 132
U m s a g n i r u m b æ k u r 132 TMM 2016 · 4 persóna við sögu, ættingjar Illuga eru stórtækir í viðskiptum, eiginkona Dav- íðs Þorvaldssonar kemur mjög við sögu þeirra í margvíslegu braski en sjálfur situr hann á Litla-Hrauni og glímir við sjálfan sig og guð. Tveir langir sögulegir útúrdúrar fleyga söguna, í öðrum þeirra fáum við að kynnast frásögn Kósakkans Ívans sem kveikir í sér á sýningu Illuga á MoMa til að mótmæla því sem hann telur fölsun hans á sögu síðari heims- styrjaldarinnar. Þar er dregin fram grimmd Sovétmanna og bandamanna þeirra í garð Kósakkanna og hlutur þýska hersins verður nokkuð annar en í hefðbundnum frásögnum af stríðinu. Hin frásögnin er saga sem Illugi les í gamalli minnisbók, skreyttri haka- krossi, og virðist innihalda dagbók ungs íslensks rithöfundar í Kaupmannahöfn. Sigurður, eins og hann kallar sig, gengur til liðs við andspyrnuhreyfinguna sum- arið 1942 en gerist fyrir gráglettni örlag- anna flugumaður í SS-sveitum Hitlers. Þessar sögur virðast tengjast en þar er ekki allt sem sýnist. Saga Ívans verður Illuga innblástur að nýrri myndröð þar sem hann tekst að nýju á við síðari heimsstyrjöldina en beinir nú athyglinni að örlögum Kósakkanna sem börðust með Þjóðverj- um og voru að loknum sviknir í hendur Sovétmanna af bandamönnum í stríðs- lok. Þegar þær myndir eru sýndar er Ill- ugi úthrópaður sem nasisti og útskúfaður úr listheiminum. Í fortíð Ill- uga eru einnig atburðir sem ýta undir þessar ásakanir um nasisma; sem ungur maður setti hann á svið gjörning með hakakrossfána og nasískum ræðuhöld- um sem áttu að vera ádeila á pólitíska róttækni jafnaldra þeirra á vinstri vængnum en lítur illa út í ljósi sögunn- ar. Myndir Illuga eru unnar í anda gam- alla meistara eins og Rembrandts, Cara- vaggios, Bruegels, Bosch, en einnig nútímamálara sem fengust við söguleg málverk eins og hins mexíkóska Diegos Rivera, og norski málarinn Odd Ner- drum kemur einnig við sögu beint og óbeint. Illugi er feykisnjall málari sem leggur mikið upp úr anatómíu, ljósi og skuggum, en myndbygging og mótíf eru einnig sótt til fyrirmyndanna. Þannig er ein myndanna í seinni myndröð Illuga byggð á alræmdri fresku eftir Diego Rivera, Manneskjan á krossgötum frá 1934, og verk Caravaggios, Kristur handtekinn eða Júdasarkossinn frá 1602, er fyrirmyndin að öðru verki. Meðal annarra fyrirmynda má nefna mynd Picassos, Fjöldadrápin í Kóreu. Viðhorf Illuga til myndlistar endur- spegla val hans á fyrirmyndum, hann er í meðvitaðri uppreisn gegn samtímalist. Í viðtali við Helgu kemur þetta skýrt fram: En það er einmitt minn stíll: Ekki að feta í fótspor gömlu meistaranna, eins og það hefur verið orðað, heldur takast á við það sem best hefur verið gert, reyna þar þrótt minn og afl og sjá hversu langt verður komist. Ég gæti hlunkað upp 100 abstraktmálverkum á dag ef ég nennti því og raðað upp rúgbrauðum í hauga frá morgni til kvölds. En það sér hver maður sem kynnir sér verk þessara málara sem þú nefndir að þeir taka flestum ef ekki öllum fram. (75) Persónusköpun Illuga sækir fleira en fyrirmyndir að einstökum verkum til málara fyrri alda. Öll sjálfsmynd hans sem listamanns, persónuleiki hans og jafnvel skynjun er eins og útblásin útgáfa af rómantískum hugmyndum um listamanninn sem karlkyns snilling. Sem listamanni virðist honum ekki sjálfrátt, hann sér umhverfi sitt sífellt sem hráefni í málverk og sum verka
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.