Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 135

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 135
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2016 · 4 135 opnun eigin sýningar birtist hún honum sem kvenskrímslið Medúsa í málverki Caravaggios með „hárið á flugi og orma í hárinu“ (272). Þessi mynd af Kolbrúnu er hrikaleg. Í henni birtist ótti Illuga, en líka hatur og jafnvel dauðaósk; Medúsa Caravaggios sýnir afhöggvið höfuð skrímslisins eftir að karlhetjan Perseifur hefur lagt hana að velli. Þessi mynd er þó sakleysisleg samanborið við síðustu myndina sem Illugi gerir af Helgu, hann hefur áður málað hana nakta og látið hana sitja fyrir nakta á mynd sem sýnir aftöku vanfærrar konu. En þegar hann hefur glatað valdi sínu yfir henni tekur óttinn öll völd og enn er það Medúsa sem verður honum innblástur: Og eftir því sem hann gerði af henni fleiri teikningar, því djöfullegri varð hún yfirlitum uns snákahaugurinn sem var hárið hringaði sig um hálsinn, hún horfði sigurviss á þann sem hélt á penna og var að teikna hana, hann rissaði upp útglennta fætur og lék sér að því að teikna í f ljótheitum skapahárin sem voru litlir blindir ormar með hvassar tennur. (377) „Leikur“ Illuga birtir djúpstæðan ótta sem hann deilir með fleiri körlum í verkum Ólafs Gunnarssonar, konurnar í sögum hans eru miskunnarlausar, og Helga og Kolbrún eru ekki þær fyrstu sem minna á mannætuskrímsli eins og Medúsu. Allt er hégómi Í V. bindi Íslenskrar bókmenntasögu segir um þríleik Ólafs Gunnarssonar sem hófst með Tröllakirkju: Persónur sagnanna eiga það flestar sam- eiginlegt að fórna öllu fyrir veraldlega hluti og hégóma, þær setja sig allar á stall með guði sjálfum og skortir auðmýkt frammi fyrir lífinu. Þær sem lifa þetta brjálæðislega rót af eru ekki nauðsynlega þær persónur sem vilja vel og eru „góðar“ í hversdagslegum skilningi heldur fremur hinar sem öðlast trú og ná að beygja sig fyrir einhverju sem er æðra en þær sjálfar. (642) Niðurstaðan af tveimur síðustu skáld- sögum Ólafs er á svipaða lund. En kannski eru átökin í þessum sögum ennþá ofsafengnari og um margt mót- sagnakenndari vegna þess að þau verk sem hendur persónanna hafa unnið tengjast ekki bara viðskiptum og efnis- legri uppbyggingu, heldur listinni sjálfri. Niðurstaða þessa mikla bálks um list, sköpunarkraft, tryggð við gamla meistara og innblástur snillingsins er nefnilega sú að allt er það unnið til einskis, nema kannski ein mynd sem bjargast úr hildarleiknum, mynd af Kristi í hásæti móður sinnar: „Í fangi hans hvílir Reinhard Heydrich, yfir- maður Gestapo og höfundur Auschwitz. Honum hefur verið fyrirgefið og efst á myndfletinum er letrað á latínu: Fyrir- gefið hvert öðru, eins og ég hef fyrirgefið yður. (412) Og niðurstaða dótturmorð- ingjans Davíðs Þorvaldssonar, sem er orðinn einn á sögusviðinu þegar hér er komið sögu, er að þá „verði einnig svo um hann“, einnig honum verði fyrirgef- ið, enda hefur hann gert yfirbót og meira að segja farið bókstaflega eftir fyrirmælum Mattheusar: „Ef hönd þín eða fótur tælir þig til falls þá sníð hann af og kasta frá þér.“ (Matt 18.8) Þetta er nokkuð afdráttarlaus niður- staða en ætti ekki að koma þeim á óvart sem þekkja til verka Ólafs Gunnarsson- ar. Þegar rykið sest, persónurnar hafa glatað flestu sem þeim er kært og jafnvel sjálfum sér, stendur ekkert eftir nema náð guðs. Við lestur sagnanna leita orð Predikarans óneitanlega á hugann: „En svo leit ég á öll verk mín, þau sem hend- ur mínar höfðu unnið, og á þá fyrirhöfn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.