Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 137

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 137
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2016 · 4 137 gildar, við samningu þeirra verður jafn- an að fylgja hinum ströngustu reglum fræðanna – til þess vísa sennilega hin fleygu orð Rankes „wie es eigentlich gewesen“, hann vildi rýna í það sem traustustu heimildir greindu frá og vísa öðru á bug, – og auk þess eru þær mis- merkar, skipta mismunandi miklu máli, og má reyndar segja að eitt verk sagn- fræðingsins sé að sýna mönnum fram á að sú sérstaka saga sem hann er að segja komi þeim raunverulega við. Svo er það grundvallarspurningin, sem vafalaust eru mörg svör við, hvernig er hægt að gera grein fyrir þeim aragrúa mynda sem birtast í kviksjánni. Hérna ætla ég að setja fram eina kenningu, fremur einfalda í sjálfu sér. Milli atburða sem gerast kannske á ólík- um stöðum og ólíkum tímum, og langt á milli, er stundum hægt að finna rökleg tengsl, einhvern sérstakan þráð, þannig að unnt sé að segja að fyrri atburðurinn sé á einhvern hátt „orsök“ hins síðari. Slík tengsl kunna oft að liggja í augum uppi, dæmi um það eru tengslin milli Versalasamninganna og heimsstyrjald- arinnar síðari, en önnur koma mönnum stundum mjög á óvart. En þess verður að gæta að þótt færa megi sterk rök að einhverjum tengslum, eru þau tengsl þó sjaldnast eða jafnvel aldrei tæmandi, yfirleitt er hægt að benda á einhver önnur sem skipta einnig máli, og verður þá að vega og meta þau hverju sinni. Það sýnir einnig dæmið um Versalasamn- ingana og heimsstyrjöldina. En fyrir utan þessa þræði sem liggja milli atburða eru aðrir þræðir mun fleiri og fínlegri, það eru allir þeir óteljandi þræðir sem liggja milli einstaklinga í þjóðfélaginu og geta þróast, slitnað og myndast aftur á alls kyns vegu. Dæmi um það eru hinir óvæntu endurfundir tveggja kvenna í upphafi síðustu kvik- myndar Almodovars, „Julieta“, sem draga mikinn dilk á eftir sér. Nú má vel vera að þessir síðastnefndu þræðir sem gjarnan eru tilviljunum háðir, eins og þetta síðasta dæmi sýnir, kunni einnig að tengjast þeim þráðum sem liggja á röklegan hátt milli stóratburða sögunn- ar, og valda einhverju meira eða minna um þá, vera sú hundaþúfa sem veltir þungu hlassi; kannske voru umsvif stúdentsins byssuglaða í Sarajevó afleið- ing af einhverjum óvæntum kynnum í ölkrá. Um þetta er sjaldnast hægt að segja neitt, en hins vegar hafa verið leidd rök að því að svokallaðar tilviljanir stafi af því að tveir óskyldir þræðir skerast. Sígilt dæmi um það í smáu, og reyndar að hluta til utan mannheima, eru teknir tveir ímyndaðir þræðir, annars vegar er maður í grandaleysi á daglegri leið til vinnu sinnar, hins vegar er þakhella smám saman að losna fyrir áhrif af veðri og vindum, þræðirnir skerast svo á þann hátt að hellan kemur manninum í koll. Annað dæmi og mun mikilvægara í hinni stóru sögu eru tveir voldugir þræðir í fornöld, annars vegar útbreiðsla kristindóms meðal hinna ýmsu stétta í Rómaveldi, um síðir meðal mennta- manna, og hins vegar sveiflur heim- spekinnar, þessir tveir þræðir skerast og tengjast á þeim tíma þegar nýplatónismi er orðin ríkjandi stefna í heimspeki, og aðrar stefnur fallnar í skuggann; hefur það haft ómæld áhrif allt til vorra daga. Þetta er semsé þráðakenningin í sagnfræði, – menn gætu líka sagt strengjakenningin ef þeir vilja vera vís- indalegir – og mætti kannske gera módel af víravirkinu, en því þyrfti að koma fyrir í mun fleiri víddum en okkar daglega tímarúm hefur upp á að bjóða Hundadagar eftir Einar Má Guð- mundsson sýnir að sögulega skáldsagan lifir enn góðu lífi, þrátt fyrir efasemdir alvarlega þenkjandi sagnfræðinga, og af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.