Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 29
TMM 2017 · 4 29 Sigurjón Árni Eyjólfsson Raunsæ lífsgleði Lífsgleðin og dauðinn í guðfræði Marteins Lúthers 1. Inngangur Þegar rætt er um Martein Lúther koma strax upp í hugann þrjár eða fjórar megin áherslur í guðfræði hans: Ritningin, Kristur, náðin og trúin; eða sola scriptura, solus Christus, sola gratia og sola fide. Menn bæta hér jafnvel við áherslu Lúthers á bænina. Allavega er það svo, að mati Lúthers, að Biblían sé lítt skiljanleg án Krists. Og þekkingu á Kristi og endurlausn mannsins sé einungis að fá fyrir vitnisburð Ritningarinnar. Sá vitnisburður komi aftur á móti að litlu gagni nema að hann sé meðtekinn í trú og að fagnaðarerindið um náð Guðs sé tengt við daglegt líf og breytni manna o.s.frv. Í guðfræði Lúthers mynda sem sé allir þessir þættir eina óaðskiljanlega heild. Það kemur því lítt á óvart að meginstarf Lúthers var bundið við þýðingu, ritskýringu og heimfærslu á textum Ritningarinnar. Heildarútgáfu verka Lúthers er að finna í Weimarútgáfunni, sem unnið var að á árunum frá 1883 til 2009. Alls telur hún 127 bindi.1 Þegar hún er skoðuð kemur í ljós að lang- stærstur hluti hennar er skýringarrit við texta Biblíunnar. Ef við reynum að flokka þau nánar, rekumst við á að rit Nýja testamentisins eru þar áberandi. Lúther skrifaði m.a. tvö skýringarrit við Galatabréfið, eitt við Rómverjabréfið, Hebreabréfið og 1. Jóhannesarbréf svo eitthvað sé nefnt. Þekktar eru auk þess útleggingar Lúthers á textum úr guðspjöllunum, sem hann tók frekar fyrir í Prédik unum en fyrirlestrum. Margar þeirra voru gefnar út í Hús– og Kirkjupostillunni, en í þeim er lagt út af fyrstu textaröð kirkjuársins. Auk þess gaf Lúther út Kirkjupostillu með Prédik unum út frá pistlunum. Í þessum þremur postillum höfum við góðan aðgang að túlkun Lúthers á textum Nýja testamentisins.2 Flest skýringarritin byggja aftur á móti á fyrirlestrum Lúthers um bækur Gamla testamentisins. Umfangsmesta ritið er um Fyrstu Mósebók, en Lúth- er hélt samfleytt í tíu ár (1535–1545) fyrirlestra um hana.3 Þekktar eru líka túlkanir hans á Sálmum Davíðs sem Lúther lagði út af í fyrirlestrum, alla sína starfstíð, bæði í heild (þ.e. tvisvar) eða tók fyrir vissa hluta þeirra. Auk þess er rétt að geta skýringa hans á völdum köflum úr Jesaja. Það vill svo vel til að Marteinn Lúther hélt merka fyrirlestra um Prédik-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.