Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 70
A ða l s t e i n n E y þ ó r s s o n o g B e r g l j ó t S o f f í a K r i s t j á n s d ó t t i r
70 TMM 2017 · 4
er dómari, spámaður og stjórnandi, eins og Dómarabók gamla testamentisins
vitnar um. En segja má að Austurlandakonurnar falli í megindráttum í tvo
hópa, annars vegar hinar herskáu, sem minna um vígfúsa karlskörunga, hins
vegar andstæðu þeirra, friðsamar konur, góðviljaðar, hjálpfúsar eða ráða-
góðar. Í hópi hinna friðsömu er Tabíta sem sinnti fátækum ekkjum og sagt
er frá í Postulasögunni (9: 36–42). Pétur postuli reisti hana upp frá dauðum
enda segir Sprundahrós meðal annars:
Tabíta var tekin ein
til í helgu letri.
Dáðum gædd[ri] reflarein
reyndust fáar betri.
Bætti hennar banakvein
boði helgidóma
ég sá þann sóma.
Ester, sem sagt er frá í Esterarbók, einni apókrýfra bóka biblíunnar, og
Debóra, sem Dómarabókin (4–5) greinir frá, eru hins vegar í hópi hinna
herskáu. Ester á að hafa bjargað gyðingum frá útrýmingu í Persíu en gengið
sjálf hart fram í að útrýma óvinum þeirra eða eins og segir í Sprundahrósi
„heiðnum réði hóp um láð / hel, því margur stundi“.
Debóra á líka að hafa frelsað sitt fólk en þá undan Jaban konungi Kanaans
og unnið sigur á herjum Sísera, hershöfðingja hans.6 Enda þótt Sísera kæmist
undan á flótta og leitaði ásjár í tjaldi Jaelar nokkurrar sem var gift manni af
ættbálki er átti ekki í ófriði við Jaban, var hershöfðingjanum fjarri því borgið.
Um þann atburð segir Sprundahrós:
Sissera því vondur vóð
veg að heljar pínum
þær vilja mínum
Jael finnst úr randa rjóð
reka fjörið mundi
þær vilja mínum fundi
Ekki er laust við að hið snyrtilega orðalag „að reka fjör úr randa rjóð“ dragi
agnar dulu yfir hið kristilega atferli Jaelar – sem nýjasta biblíuþýðingin (Biblí-
an 2007, Dóm 4: 21) lýsir svo:
Jael, kona Hebers, þreif tjaldhæl og tók hamar í hönd sér og gekk hljóðlega inn til
Sísera sem fallinn var í fastasvefn því að hann var þreyttur. Hún rak hælinn gegnum
gagnauga hans svo að hann gekk í jörð niður. Varð þetta hans bani.
Ásamt bókmenntasögunni varpar myndlistarsagan skemmtilega ljósi á hve
þversagnakenndar hugmyndir menn hafa haft um skörunga í hópi kvenna.
Framganga Jael, sem er margblessuð í lofsöng Debóru, hefur sótt á marga
lýsendur handrita og málara í gegnum aldirnar. Jael hefur þá ekki aðeins
verið skoðuð sem undanfari Maríu meyjar heldur í sömu mund orðið tál-