Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 56
Á r m a n n J a k o b s s o n 56 TMM 2017 · 4 smalamenn hefur sennilega ekki verið ætlast til að þeir samsami sig manni sem líkist þeim sjálfum þegar glæstar hetjur voru í boði. Við fáum ekki heldur nokkurn tímann að vita hvað smalamanninum fannst um bægifót, aðeins að hann var hræddur og hljóp undan honum. Slík hræðsla hefur varla verið álitin til fyrirmyndar í samfélagi þar sem hetjuskapur er í hávegum hafður en þó er ekki ósennilegt að söguhlýðendur hafi kannast við hana úr eigin brjósti. Að öllum líkindum hafa þeir ekki þráð að vera smaladrengurinn í sögunni en fremur óttast að hann sé þeir. Sértækt gildi smalamannsins nafnlausa í Eyrbyggju er þannig takmarkað enda nafn hans aldrei nefnt eða útliti hans lýst. Almennt gildi hans verður ekki minna fyrir það. Um hann er aðeins vitað þetta þrennt: hann er ungur, minnimáttar og hræddur. Ekki hafa allir söguhlýðendur Eyrbyggju í nær- fellt átta aldir verið ungir, minnimáttar og hræddir en það er þó kennd sem flestallir kannast við og jafnvel stöndugir stórvaxnir borgarar á besta aldri geta fundið innra með sér fyrir ungum hræddum smaladreng sem er vendi- lega grafinn undir þroska, völdum og tillærðri hörku. Þó að nú á dögum sé það fyrst og fremst vanmáttugt ungviðið sem ótt- ast drauga opinskátt eru draugarnir einnig fulltrúar fyrir það sem enginn getur verið með öllu óttalaus við ef nógu djúpt er grafið í sálarlífið: takmörk lífsins og tómið sem tekur við, holdgert í rotnun mannslíkamans. Draugar eru ódauðir en þar með sterkari táknmyndir dauðans en menn sem hafa horfið úr lífinu með eðlilegum hætti. Þess vegna eru þeir hræðilegir og þegar draugurinn leggst á smalamanninn hafa fáir söguhlýðendur getað verið með öllu lausir við þá tilfinningu að þeirra bíði sömu örlög, þrátt fyrir öll skiln- ingskerfin, trúarleg eða vísindaleg, sem hafa verið fundin upp til að fá okkur til að finnast við aðeins sterkari andspænis þessum örlögum. En smalamönnum er ekki aðeins hætt í hinum myrka Álftafirði heldur einnig í hinum grösuga Sælingsdal og þeim er ekki aðeins ógnað af hinum ódauðu heldur einnig af lifendum. Í Laxdæla sögu fara fjórir ónefndir smala- menn með minni háttar hlutverk. Einn af þeim gætir smalans fyrir Bolla Þorleiksson í Sælingdalstungu og er með honum í selinu daginn sem hann er veginn af bræðrum Kjartans Ólafssonar og fylgdarmönnum þeirra. Það ræður örlögum smalans lánlausa eins og greint er frá í sögunni: Smalamaðr Bolla fór at fé snimma um morguninn uppi í hlíðinni. Hann sá mennina í skóginum ok svá hrossin, er bundin váru. Hann grunar, at þetta muni eigi vera friðmenn, er svá leyniliga fóru. Hann stefnir þegar heim it gegnsta til selsins ok ætlar at segja Bolla komu manna. Halldórr var skyggn maðr. Hann sér at maðrinn hleypr ofan ór hlíðinni ok stefndi til selsins. Hann segir fǫrunautum sínum, at þat mun vera smalamaðr Bolla „ok mun hafa séð ferð vára. Skulum vér nú gera í móti honum ok láta hann engri njósn koma til selsins.“ Þeir gerðu, sem hann mælti fyrir. Án hrísmagi varð þeirra skjótastr ok getr farit sveininn, tekr hann upp ok keyrir niðr. Þat fall varð á þá leið at hryggrinn brotnaði í sundr í sveininum.6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.