Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 65
„ a l d r e i s t ú l k u r u p p í v i n d / ó ð a r s l e n g j a l í n u m TMM 2017 · 4 65 allar eru óþekktar aðrar en hönd Halldórs Hjálmarssonar konrektors á Hólum sem uppi var 1745–1805. Talið er að kvæðin í Hvarfsbók séu ort á tveggja alda tímabili, frá 17. öld til 19. aldar. Í efnisyfirliti skrifar Þorsteinn fangamark, þ.e. „JJS“ með heiti kvæðisins Sprundahrós; hann útleggur fangamarkið og segir: „líklega séra Ingjaldur sem var í Múla † 1832“ – og á þar við rímnaskáldið Ingjald Jónsson sem uppi var á árunum 1739–18322. Jón Samsonarson getur þess hins vegar í Kvæðum og dansleikjum (1964: 170) að Gunnlaugur Jónsson á Skuggabjörgum telji að höfundurinn sé séra Jón Jónsson að Kvíabekk sem var jafnaldri Ingjalds en lifði skemur, eða til 1785. Í handritum eru varðveitt kvæði eftir þá báða, Ingjald og Jón, og Jón að auki talinn skrifari nokkurra handrita. Páll Eggert Ólason (1949: 397–398 og 1950: 184–185) segir þá báða hafa verið fátæka og litla búsýslumenn enda hafi sá fyrrnefndi verið „drykk- felldur að mun“ en sá síðarnefndi holdsveikur. Ætla má því að kvæðið sé frá seinna helmingi 18. aldar. Og hver svo sem höfundur kvæðisins er má hér sjá mynd af upphafi þess ásamt fangamarkinu: Sprundahrós er eins og nafnið ber með sér lofkvæði um konur, þ.e. hliðstætt svokölluðum kappakvæðum og af sama meiði og hetju-, konunga- og höfð- ingjalofkvæði í miðaldasögum, svo ekki sé minnst á erfikvæði. Á hinu vest- ræna menningarsvæði er kveðskapur af þessu tagi gjarna rakinn til þeirrar greinar retóríkur sem Aristóteles kallaði epideictic eða lýsandi og snerist um að menn segðu kost og löst á persónum og hlutum. Hið epídeiktíska var frá fornu fari tengt hinu siðræna en frá og með endurreisnartímabilinu var það oft bundið ljóðlist sérstaklega. Eina skýringu þess hafa menn þóst finna á 13. öld en þá þýddi Hermannus Alemannus athugasemdir Averroës við ritgerð Aristótelesar Um skáldskaparlistina og útlögð á íslensku hefst þýðingin svo: „Sérhvert ljóð og öll skáldleg orðræða er last eða lof“ (sbr. Colclough 2006: 19) En skörungaskrár, bæði karla og kvenna, eiga sér semsé rætur langt aftur í aldir og eru raktar allt til Hómers og Hesióds (Fowler 1999: 1; McMillan 1979a: 11–12). Í Rómaveldi urðu æviskrár frægra manna sérstök bókmennta- grein og varðveist hafa ýmis söfn sem bera titilinn De viris illustribus og rekja ævi og afrek frægra Rómverja (Joost-Gaugier 1982: 102–103). Á fjórðu öld tók Hieronymus kirkjufaðir saman æviskrár kristinna afreksmanna undir þessum titli og ýmsir fetuðu í fótspor hans (Köppler 1936: 16). Þegar kom fram á miðaldir klofnaði þessi hefð í tvennt, í helgisagnarit annars vegar og hins vegar lof um veraldlega höfðingja og kappa. Í íslenskum fornbók- menntum er til að mynda að finna kvæði úr báðum þessum flokkum: Annars vegar Heilagra meyja drápu og Heilagra manna drápu, báðar eftir óþekkta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.