Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 112
J ó n S i g u r ð s s o n
112 TMM 2017 · 4
eftir litnum en er: sakleysi, hreinleiki, ljós, ást, náð Drottins, hlýjar kenndir
og vonir, meyjarleiki, María guðsmóðir. Sólin er alþekkt í skáldskaparmáli,
sunna, röðull, fagrahvel, og merking ævinlega björt, hlý, líf og ljós, gjafari
góðra hluta og allra heilla, háleit, göfug, guðdómleg. Sóllilja er sjaldgæft og
mjög fagurt hvítt blóm (Sonnenlilie).
Orðið „lífsblóm“ hefur innilegan blæ elsku, hjúfrunar og umhyggju og
kveikir minningu um áþekk ummæli í ljóðum, „yndisblóm“, „ástarblóm“,
„himinblóm“. Það er líka kunnugt tákn meðal gamalgróinna menningar-
þjóða og trúarsiða (Blume des Lebens, Lebensblume, fleur de vie, flower of
life). Táknið lífsblóm er myndað af hring sem sex aðrir og jafnstórir hringir
skera umhverfis og hverjir aðra; þannig er haldið áfram út og dregnir aðrir
hringir jafnstórir með sömu skurðflötum koll af kolli. Lífsblómið er þekkt
merki á musterum, kirkjum og öðrum viðhafnarbyggingum. Nokkur dæmi
eru: Forngripur á Louvre-safninu, Ósírishof í Egyptalandi, Preveli-klaustrið
á Krít, gömul hús í miðborg Strassborgar, Codex Atlanticus eftir Leonardo
da Vinci. Merking lífsblómsins er: eilíft dulmagn lífsins, ódauðleg lífsorka,
sköpunarafl lífsins, og það er verndartákn (Wikipedia).
Ekki er þetta fjarri lagi þegar hugsað er til fæðingar Ástu Sóllilju og síðustu
orða hennar í verkinu. Hér kann Halldór að hafa gripið til lærdóma frá
helgum mönnum í Lúxembúrg.
XVI
Halldór segir í eftirmála 2. útgáfu Sjálfstæðs fólks: „Fáar persónur eru
algeingari í íslendíngasögum en hetja sem lýtur svo straungu siðalögmáli, að
hann gerir sér allan heiminn að óvini og berst uns yfir lýkur við sjálfan sig,
guð og menn; … Bjartur í Sumarhúsum skilst í öllum löndum heims; … hann
er alþjóðaborgari Íslands“ (H 1952: 471). Og í lokakafla verksins segir meðal
annars: „Þau voru líkust flóttamönnum í herjuðu landi … griðlausir útilegu-
menn – í landi hverra? Að minsta kosti ekki sínu landi. … Sagan af Bjarti í
Sumarhúsum er saga mannsins, sem sáði í akur óvinar síns alt sitt líf, dag og
nótt. Slík er saga sjálfstæðasta mannsins í landinu. Heiðin; meiri heiði. Það
drundi óheimlega í gilinu …“ (H 2011:725).
Útskýra mætti að sáning í akur óvinar er hér þrældómur til hagsbóta óvini
sínum. Orðið „óheimlega“ er sjaldgæft og skýrt í Íslenskri Orðabók: „ósé-
legur, óburðugur“. Tónblær þess hér í lesmálinu kveikir grun um einhvern
ókunnan óhugnað.
Jónasi Jónssyni duldust ekki skáldhæfileikar Halldórs Kiljans Laxness.
Hann segir í greinaflokknum „Fólk í tötrum“ um verkið: Höfundurinn
„vekur eftirtekt og aðdáun, ekki með öfgum sínum … heldur vegna sannra
yfirburða, vegna sálarlífs persónanna og vegna alls þess andlega lífs, sem
hann sýnir með svo mikilli rithöfundargáfu“ (Jónas 1936). Og Illugi Jökuls-
son segir: „En þvílíkur snillingur var Halldór að stíl og svo fullur af samúð