Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 147

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 147
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 4 147 vilja því allt hið besta, en bæla niður alla mótspyrnu með því að siga skátum sínum á þetta sama fólk; með áherslu á þá sem eru af erlendu bergi brotnir og konur – það er að segja, þá sem síður geta borið hönd fyrir höfuð sér og eru þegar í veikari stöðu. Þannig er einmitt ástatt fyrir Maríu, sambýliskonu Hjalta, sem er fyrst nauðgað á sveitasambýlinu þar sem hún leitar skjóls með son sinn sem er dökkur yfirlitum og er síðan send úr landi vegna hans, en fordómar gagnvart útlendingum beinast hvað helst að þeim sem eru ekki hvítir. Sem segir auðvitað sitt um titilinn ‚hvíta drottningin‘ og sýnir hann í nýju ljósi. Margrét, dóttir Maríu, þarf líka að þola kynferðislegt ofbeldi til að njóta verndar skátanna, en hún nær að flýja og eins og áður segir er það hún sem bæði bjargar börnum á flótta og reynir að byggja upp nýtt og betra samfélag með fyrrum stjúpföður sínum. Kvenlegt yfirvald býður því ekki upp á neina tryggingu fyrir þá sem standa höllum fæti. Valdhafarnir í Nýja Breiðholti eru flestir karlkyns og nokkuð dæmigerðir fulltrúar feðraveldis, en þó eru nokkrar konur í stjórn íslenska aðalsins. Hins- vegar eru konur í veigamiklum hlut- verkum í sögunni og plottið er knúið áfram af ofbeldi gegn þeim. Þessar konur eru tilbúnar að leggja allt í söl- urnar til að stöðva ofbeldið og þegar Nikolai sendir Núma einan af stað til að finna morðingjann slæst Britta í för með honum og svo bætist Sara í hópinn, en hún var einnig fórnarlamb ofbeldis- mannsins. Þetta gerir hún í trássi við vilja eiginmannsins. Morðinginn er, eins og áður segir, verndaður af íslenska aðlinum og stjórn hans og því greinileg- ur fulltrúi og afsprengi þess feðraveldis sem heldur verndarhendi yfir kynferðis- glæpamönnum. Feðraveldið er mun hefðbundnari útgáfa af valdi, eins og birtist til dæmis ágætlega í hinu ósýnilega yfirvaldi í skáldsögu Orwells, sem gengur undir nafninu ‚stóri bróðir‘. Hinsvegar er athyglisvert að sjá að í Nýja Breiðholti er það ofbeldi gegn konum sem fellir þetta feðraveldi, allavega að einhverju leyti, og því má finna þar nokkuð kraftmikla sýn á mátt kvenna til samstöðu og byltingar. Niðurstaða þessara tveggja ólíku skáldverka er einróma; hvað sem líður kyni þá er valdið vandmeðfarið og hreinlega vafasamt. Hvort sem valdið er í formi einræðis, eins og í Eylandi, eða hóps sem telur sig yfir aðra hafna, eins og í Nýja Breiðholti, þá er vald eitthvað sem þarfnast stöðugs aðhalds og við- spyrnu. Samfélagsleg upplausn og hrun siðferðislegra gilda eru öllum almenn- ingi – og sérstaklega þeim sem tilheyra ‚minnihlutahópum‘ – ekki síður hættu- leg en hamfarir af völdum náttúru eða sjúkdóma. Sögur eins og Eyland og Nýja Breiðholt eru framlag skáldskaparins til þess einfalda sannleika og því dæmi um það hvernig skáldverk taka þátt í sam- félagslegri umræðu. Jafnframt eru verk- in mikilvægur þáttur í því að breikka svið íslenskra bókmennta með því að sýna fram á að viðfangsefni sem iðulega eru tengd afþreyingu geta og þurfa að vera virkur þáttur í þriflegri bók- menntaflóru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.