Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 6
A r n d í s Þ ó r a r i n s d ó t t i r 6 TMM 2017 · 4 Og þessu tengt: Réttu úr þér. Sé maður á annað borð kominn í skálda- frakkann gengur alls ekki að bera hann með hálfum hug, þannig maður yrði að athlægi. En tökum eftir því að það dugar ekki að vera hnarreistur á götum úti, þetta þarf líka að gilda við skrifborðið. Telji maður sig ekki eiga erindi er hægt að gera ýmislegt skynsamlegra en að kveðja sér hljóðs. Go big or go home. Sá sem kann íslensku almennilega getur slett eins og hann lystir. Og ekki orð um það meir. Sigurður var auðvitað skáld, en með hækkandi sól, á þriðjudögum og fimmtudögum, var hann líka kennari. Það er kúnst að fjalla um verk í vinnslu svo gagn sé að, en það kunni hann. Hrósið var mikils virði, gagn- rýnin sanngjörn. Eftir stendur: Óþarfi er að hafa umburðarlyndi gagnvart því sem er lélegt. Réttara er að hafa umburðarlyndi gagnvart því að allir gera stundum eitthvað lélegt. Það þarf að tala um það, horfast í augu við það og annaðhvort henda því eða betrumbæta. Og halda svo áfram. Gætum þó að því að dómharka er ekki góð leið til að lesa eigin texta eða annarra, og raunar stórvarhugaverð. Hún getur nefnilega orðið að kæk – og þá fyrst komumst við í vandræði. Og í beinu framhaldi: Ekki leita að fullkomnun. Fullkomun er dauðinn, því í henni felst endanleiki. Og ritstífla. Eina markmiðið sem vit er í eru framfarir. Og þarna – á þessum síðasta punkti – var fast kveðið að orði í Árnagarði þó raddstyrkur skáldsins væri á hröðu undanhaldi. Og í guðanna bænum! Orkan á ekki að fara í að leita að umgjörðinni. Bábiljur um að maður geti bara skrifað á nóttunni, á kaffihúsi, undir berum himni eða við önnur tiltekin skilyrði eru bara hlífiskjöldur yfir hinu innra letiblóði sem vill sofa fram eftir. Þetta snýst nefnilega, í aðra röndina, um jarðbundin vinnubrögð þegar fengist er við hið óhöndlanlega. Viðráðanleg markmið eru til dæmis annað lykilatriði. Sé ferðinni heitið á Selfoss, fyrir alla muni forðastu að lýsa því yfir að Selfoss sé áfangastaðurinn. Það er ávísun á uppgjöf í Ártúnsbrekkunni. Það má stefna á Selfoss ef ætlunin er að aka hringinn. Lesum. Hvernig má það vera að mér hafi ekki lánast að hafa þetta efsta heilræðið á listanum, þetta æðsta boðorð, það sem námskeiðin hans Sigurðar gengu öðru fremur út á? Það er auðvitað ófyrirgefanlegur klaufagangur. En það er gott að muna að maður velur sér andlega fjölskyldu. Heimurinn er yfir- fullur af fólki sem hefur gert eitthvað brjálað með orðum. Maður stækkar um nokkur númer í hvert sinn sem maður hnýtur um eitthvað nýtt og magnað. Og eina leiðin til þess að verða læs á eigin texta er að lesa texta annarra. Það er hægt að gefa mikið af sér án þess að leyfa öðrum að taka allt sem þeir vilja. Sigurður var örlátur á sjálfan sig, hugsanir sínar og upplifanir. Hann sagði oft meira en maður átti von á, svo maður sat eftir, undrandi og snortinn yfir því að hafa verið treyst fyrir frásögninni. En hann gætti tíma síns og setti mörk. Annars hefði hann verið étinn lifandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.