Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 113
Á l e i ð i s a ð U r ð a r s e l i TMM 2017 · 4 113 með persónum sínum … að einhvern veginn varð sú níðstöng sem hann hugðist reisa Bjarti í Sjálfstæðu fólki að dýrðaróði til bóndans í augum margra lesenda … Þótt Bjartur væri kannski svolítið þvermóðskufullur … þá bæri honum mikil virðing fyrir óaflátanlega hvöt hans til að standa á eigin fótum, halda sjálfvirðingu sinni, öðrum óháður, já, hann var eiginlega sjálf- stæðishetja Íslands“ (Illugi 2009). Þrátt fyrir margar staðhæfingar skáldsins, víða í verkinu og að sögulokum, er snilli þess slík að sagan leiðir ekki til einnar kórréttrar lokaniðurstöðu – og allra síst til þeirrar að Bjartur gefist upp og viðurkenni það. Hann tapar orrustum en stríðinu er ekki lokið. Hann fær nýja ábúðarjörð sem er í eigu heimilismanns. Sjálfstætt fólk getur alls ekki talist gleðileikur eða hamingju- saga, en ekki heldur einfaldlega harmleikur eða sorgarsaga. Greining á Bjarti sjálfum verður ekki að hann sé skapillur hrotti, heldur er hann margræður og flókinn. Hann er smíðaafl harðneskju og blómagrund viðkvæmni. Nærri hjálparlausu barni gleymir Bjartur ævinlega öllu öðru, á hverju sem gengur, og verður þó ekki kallaður barngóður maður. Lund hans er gjarnan úfin og hann er allt of bráður, „grjótklettur“ eins og hann sjálfur kvað (H 2011:663). Hann er skemmdur, en hefur logandi réttlætiskennd, frelsiskröfu og djúpa innilega hlýju sem hann sýnir helst ekki og þá aðeins örfáum. Þótt þvermóðskufullur sé breytist Bjartur og þroskast í samskiptunum við Ástu allt til söguloka. Ásta dregur falinn hita, mýkt og góðvild út úr harð- læstu hugskoti hans. Er Ásta þá orðin helsti örlögvaldur verksins? Er hún, yfirgefin og forsmáð stúlka, munaðarlaus öreiginn, fársjúk og veikust allra, orðin harðjaxlinum yfirsterkari? Er hún þá Elísabet Tannhäusers? Er hún Greta Fásts, eða „das Ewig Weibliche“ Goethes – sem „zieht uns hinan“ (Faust II): leiðir okkur áfram? Er hún, þessi „einmana sárfætlíngur vonarinnar“ (H 2011:566), þá líka endurlausn Bjarts? En þetta er saga um eilífa baráttu mannsins. Lesendur staðfesta þúsundum saman að hún kveikir hvarvetna tundur í sálum manna, svo í fásinni heiðarinnar sem í iðu stórborgarinnar. Og þetta er sagan af innri baráttu, um bældar heitar og heilbrigðar mennskar kenndir sem njóta sín ekki fyrr en eftir hreinsunareld átaka og áfalla sem hreinsa sálarmálminn – eftir skírslu, hreinsun sem minnir á það sem Grikkir fornu kölluðu „kaþarsis“. XVII Barátta einstæðingsins við umhverfi sitt, lífskjör og samfélag er sígilt efni og þá ekki síður kenndir og tengsl innan fjölskyldu. Margir fræðimenn hafa fjallað um skilgreiningu verksins (sjá m.a.: Hallberg 1955, 1970; Halldór 1996, 2004, 2006; Hannes 2004; Njörður 1973; Vésteinn 1983, 1993, 2008). Í frumútgáfu stendur „hetjusaga“ á titilblaði og þótti strax hæðniblandið. Njörður P. Njarðvík segir: „Bókarheitið Sjálfstætt fólk er napurt háð“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.