Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 43
X x x TMM 2017 · 4 43 miðjum tíglóttum augasteinum og hárlokkurinn sem liggur niður á ennið er farinn að grána af ryki. Frank Sinatra gægist eins og illkvittinn púki undan hattinum fræga sem virðist níðþungur og upplitaðir þræðirnir breyta honum í þreytulegt gamalmenni. Það er ekki margt við að vera hjá okkur annað en að skoða útsaumsverkin og ég sest á stól hinumegin við kringlótt borðstofuborðið, reyni að finna eitthvert umræðuefni og stari á bróður minn, þennan aðskotahlut í stofunni okkar mömmu, enn óraunverulegri en andlitsmyndirnar. Mamma þín er flink að sauma, segir hann. Já finnst þér þetta ekki vel gert hjá henni? Ég er stolt af handverkinu hennar mömmu þó stundum þoli ég ekki þessar myndir og þar sem ég veit ekki hvað ég á að gera við hendurnar legg ég þær í kjöltuna, fel neglurnar sem eru nagaðar niður í kviku. Hvernig velur hún þessa karla sem hún saumar? spyr Janus varlega. Mamma saumar bara myndir af mönnum sem hún getur hugsað sér að hafa hér hjá sér.  Ég sé strax eftir að hafa sagt þetta. Það brakar í þrepum stigans sem liggur upp í myrkrið á efri hæðinni, þykkir brúnir nælonsokkar hlykkjast um mjóa leggina sem feta sig varlega niður ásamt afgangnum af móður minni. Ég sé hana einsog Janus hlýtur að sjá hana og í fyrsta skipti á ævinni skammast ég mín fyrir mömmu mína og í framhaldi af því skammast ég mín fyrir mig. Mamma heilsar Janusi með slöppu handarbandi og framandlegu brosi. Hún brosir oftar eftir að hún fékk nýju tennurnar, sýnir hvítt plastið sem mágur minn segir að leiði hugann að flóðhestatönnunum í munninum á Georg Washington. Svo sest hún í gamla hægindastólinn í horninu við gluggann og kveikir á gólflampa þó enn sé dagur. Janus starir á konuna sem ég hef þekkt alla ævi og ég get ekki hætt að sjá hana með honum. Horfi á hana setja upp fingurbjörg sem glitrar eins og brynja í skini perunnar þræða nálina hitta augað strax í fyrstu tilraun munda beittan oddinn reka strammann í gegn. Taktfast. Aftur og aftur. Ég forða mér inn í eldhús og laga kaffi. Flý inn í framandi gestgjafahlutverkið. Á meðan ég er þar inni berst ekkert hljóð úr stofunni og ég reyni líka að hafa hljótt um mig. Frá því að ég man eftir mér hefur mig grunað að örlítil hreyfing gæti truflað einbeitingu móður minnar við saumaskapinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, kannski fyrir fyrirmyndina?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.