Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 44
S t e i n u n n G . H e l g a d ó t t i r 44 TMM 2017 · 4 Þegar ég kem aftur inn til þeirra situr Janus hreyfingarlaus og ýmist horfir á hausana eða starir þeim til samlætis á autt gólfið. Þegar ég kem upp að honum hrekkur bróðir minn upp og starir skelkaður á mig. Líklega hefur hann dottað og hamingjan má vita hvað hann hefur verið að dreyma. Mamma afþakkar kaffið og fer aftur upp en ég legg grænköflótta brúsann og tvo af rósóttu sparibollunum á litla útskotsborðið. Janus reynir að fitja upp á samræðum. Hafið þið búið hér lengi? spyr hann og dregur ermina hugsunarlaust upp, virðir fyrir sér skurðinn sem er lokaður með kattargörn, þremur sporum. Ég veit að það er ábyggilega ímyndun, en mér finnst eins og það örli á hroka í röddinni. Fjölskyldan hefur alltaf búið í þessu húsi og systir mín bjó hér auðvitað líka áður en hún fór að heiman, svara ég. Við mamma höfum aldrei farið neitt annað. Aldrei þurft að gera það. En hefur þig aldrei langað að ferðast? Þó ekki væri nema til Reykjavíkur? spyr hann kurteisislega og fær sér sopa af kaffinu. Æ, kannski seinna, það liggur ekkert á því, segi ég hraðmælt. Svo dettur mér ekkert annað í hug og leita að nögl sem hægt er að festa tennurnar í. Ég finn að rólegheitin hjá okkur mömmu pirra Janus og mig grunar að hann muni ekki staldra lengi. Vonandi ekki. Ég bý um gestinn í gamla herberginu hennar Lilju, efst í risinu. Og það kemur dagur, nótt, annar dagur, og önnur nótt, enn erum við jafn fjarlæg og daginn sem hann kom og mér finnst það ágætt. Hann ætti að fara að koma sér heim eða áfram eða bara eitthvað, og ég held að hann viti það sjálfur. Janus heyrir ekki til hér og mun aldrei gera það. En honum er nú samt vorkunn. Það er greinilegt að hann hefur orðið fyrir vonbrigðum með mig og þessa heimsókn. Hefur gert sér vonir um eitthvað miklu meira en það sem hann fær. Það hvarflar jafnvel að mér hvort ég ætti að fara með hann í heimsókn til Lilju. Kynna hann fyrir kátu fegurðar- drottningunni, manninum hennar, skáldinu og fallegu börnunum þeirra. En, ég vil hafa þau fyrir mig og þumbast bara áfram eins og venjulega, fer í vinnuna á morgnana, kem aftur heim um kaffileytið og skil Janus (sem er loksins farinn að tala um að halda ferðalaginu áfram) eftir hjá mömmu. Hann þolir þetta ekki mikið lengur. En daginn áður en hann fer kemur vorið. Fyrirvaralaust. Og fyrstu vor- dagarnir hafa alltaf haft undarleg áhrif á mig. Um morguninn syngja fuglar fyrir utan eldhúsgluggann og vetrarmatt glerið í rúðunum volgnar af sól. Mamma dregur fyrir í stofunni því hún fær ofbirtu í augun en ég bendi stolt út um eldhúsgluggann. Útsýnið er vissulega fallegt í dag og þó áin sé jafn djúp og köld og áður leiftrar nú yfirborðið tælandi í sólinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.