Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 133

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 133
H u g v e k j a TMM 2017 · 4 133 Keynes, til að sjá að ef þessir samningar leystu einhver mál – sem þó var að vísu í meira lagi óvíst – sköpuðu þeir önnur vandamál, og sýnu verri, sem hlytu að leiða til enn meiri hörmunga. Með þessu setti hugsuðurinn sitt fyrsta spor í sög- unni. Á millistríðsárunum veltu menn fyrir sér spurningunni: „hvort er betri brúnn eða rauður?“ semsé fasismi eða kommúnismi. Framtíðin hlaut að til- heyra öðrum hvorum, héldu menn, venjulegt borgaralegt lýðræði virtist hafa runnið sitt skeið á enda, menn voru farnir að fúlsa við því. Og velferðarþjóð- félagið var enn ómótað, þeir voru færri sem gerðu sér skýra grein fyrir þeim kosti. En þegar þetta velferðarþjóðfélag var víða komið á laggirnar nokkrum árum síðar, eftir síðari heimsstyrjöldina, var sú skoðun ríkjandi að þarna væri lausnin fundin, framtíðin tilheyrði þessu þjóðfélagskerfi, með rækilega tömdum kapítalisma sem nú væri loks orðinn húsum hæfur, og ekki annað eftir en fullkomna það. Engum datt í hug að reynt yrði, í alvöru, að steypa því. Í Norðvestur-Evrópu voru „komm- únistar“ sárafáir, þeir sáu kannske meinbugi á velferðarþjóðfélaginu, sem þeir nutu þó góðs af eins og aðrir, ýmsir þeirra trúðu enn á lögmál marxismans sem kenndu að hægt væri með byltingu að koma á alveg stéttlausu þjóðfélagi – sem velferðarríkið var ekki – en bak við afstöðu flestra var þó einkum og sér í lagi andúð á „ameríkanisma“, kaup- mennsku og kóka kóla, þó svo þeir hefðu mynd af Stalín á vegg. Reyndar var trúin á kommúnisma sterkust í kaþ- ólskum löndum Suður-Evrópu þar sem velferðarríkið var skemmst á veg komið, félagsmál í ólestri og stéttaárekstrar miklum mun harðari. Það var ekki fyrr en 1944 að konur fengu kosningarétt í Frakklandi, og lengri tími þurfti að líða þangað til að þær fengju að stofna bankareikning án þess að hafa uppá- skrift frá bóndanum. Árið 1947 var skotið á verkfallsmenn þar í landi og sumum komið fyrir bak við lás og slá; þeir fengu uppreisn æru áratugum síðar. Mörgum árum síðar, þegar kommún- isminn var fallinn, fóru menn að tala um „endalok sögunnar“, nú færi í hönd gósenland kapítalismans sem hefði ekki lengur neinn keppinaut, og allar krepp- ur og sviptingar úr sögunni. Þennan skort á skilningi og yfirsýn myndu margir vafalaust telja eðlilegan, því framtíðin er öllum hulin nema guð- unum einum. Það er ekki aðeins svo að enginn hefur nokkru sinni fundið nein „söguleg lögmál“ sem nokkuð er byggj- andi á, heldur eru fyrirbæri sögunnar svo margslungin að engin leið er að henda nokkrar reiður á þeim. Viðbrögð margra eru því oftast á þá leið að ímynda sér framtíðina í ljósi samtímans eða nýliðinnar fortíðar. Menn líta gjarn- an svo á að alls kyns fyrirbæri sem þeir hafa fyrir augum séu endanleg, „komin til að vera“, eða þeir framlengja nýliðna þróun á einhverju sviði fram í tímann, draga línuna beint áfram, og eru þá hag- fræðingar háværastir meðal klappstýra. Gjarnan gera þeir þó hvort tveggja í senn: góðærið mikla 2007 var að flestra dómi komið til að vera, auðlegðin gat ekki annað en aukist í sífellu þangað til allir dugandi menn ættu sér einkaþotu; alþjóðavæðingin er nú komin til að vera, hlægilegt að ætla að vefengja það; tölvu- væðingin er ekki aðeins komin til að vera heldur mun hún aukast með svo miklum hraða að engan getur órað fyrir því, árið 2050 hefur enginn lengur neitt við það að athuga að mennskir karl- menn eða konur gangi að eiga gervi- karla eða gervikonur, með gervigáfur á einhverjum sviðum, til hvers kyns hjú- skaparfars, gervimennin er nefnilega hægt að forrita eins og hverjum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.