Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 21
H n e f i b e i t i r h e i ð a r l e g r a o f b e l d i
TMM 2017 · 4 21
andardráttur er hreyfing
varaðu þig
augnaráð er hreyfing
varaðu þig
hugsanir eru hreyfing
varaðu þig
Í ljóðaflokknum Kok (2014) finnst mér skáldskapur, myndlist og tónlist
búa saman. Það skiptir mig líka máli að hafa heyrt þig lesa úr bókinni.
Hún er skilgetið framhald fyrri ljóðabókanna, umfjöllunarefnin skyld en
efnis meðferðin ofsalega nákvæm, öguð, beinskeytt, einföld + flókin og
kannski: upphafin.
Ég var mjög lengi að vinna Kok, hún varð til á mjög löngum tíma og
breytt ist mikið í handriti. Kannski er Kok Kjötbærinn. Kannski er þetta
sama ljóðabókin sem ég bara gaf of snemma út. Í gærkvöldi las ég upp í Iðnó
og það var mjög erfitt því mér finnst stundum einsog partur af mér sem er
þetta ljóðskáld sé lagt í einelti af hinum pörtunum, skáldsagnahöfundinum
og leikskáldinu – þau þola það ekki. Ef að ég er bekkur þá er ljóðskáldið lagt í
einelti. Í gærkvöldi voru búllíin í bekknum að tryllast. Sálarlíf er brotakennt.
Eini vinur ljóðskáldsins er vatnslitamálarinn.
Mhm. Þú skrifar mikið um ofbeldi …
Já, mér finnst það svo áhugavert. Kannski vegna þess að ég er sporðdreki,
en líka vegna þess að það er samofið öllu og um leið eitthvað sem við erum
alltaf að afneita. Viljum endilega hafa mikla og opna umræðu um ofbeldi en
alls ekki sjá það hjá okkur sjálfum. Tilfinningalegt ofbeldi er til dæmis svona
óséð afl í svo ótrúlega margvíslegu samhengi, andleg kúgun, ósýnileg mis-
beiting. Það er hægt að benda á hnefa, grípa um hnefa, reyna að stöðva hann.
Hnefi beitir heiðarlegra ofbeldi heldur en vinnustaðarpadda sem stöðugt sáir
sjálfsefa hjá samstarfsaðila, jafnvel undir yfirskini hjálpsemi. Reiði er mjög
eðlileg tilfinning sem úrkynjast þegar maður bælir hana alltaf og sem er hætt
við að maður geri þegar samfélagið logar af bræði út í ofbeldi. Þetta er flókið
og krafan um að ofbeldi verði bara lokað og framleiðslunni hætt er ekki til
neins. Ofbeldi er bannað og hefur verið bannað lengi. Svo beitum við ofbeldi
til þess að refsa fyrir það.
Úff, já. Þegar ég tók þátt í gjörningi ykkar Ingibjargar Magnadóttur í
Hafnarhúsinu (2004) fannst mér að þið báðar ættuð eftir að skrifa leikrit
og það hafið þið gert. Þú skrifaðir leikritið Karma fyrir fugla (2013) með
Kari Grétudóttur. Svo skrifaðir þú Skríddu (2013) og Hystory (2015). Í vetur
frumflytur Útvarpsleikhúsið leikritið Fákafen. Eru leikritaskrifin annars
konar útrás, þörf? Afhverju velur leikskáldið að vera frekar í bandalagi með
skáldsagnahöfundinum en ljóðskáldinu?
Þetta eineltisástand er bara eitthvað sem kemur sjaldan upp. Yfirleitt eru