Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 106
J ó n S i g u r ð s s o n 106 TMM 2017 · 4 í uppvexti kaupfélaga og afurðastöðva að hvetja og örva bændur til að auka mjólkurframleiðslu og draga úr einhliða áherslu á sauðfjárrækt, en hún hafði skipt meginmáli á tíma sauðasölunnar og lengur, en nautgripabúskapur var miklu þyngri í fjárfestingu. Þetta dregur ekki úr hinu að Bjartur reynist hér sem oftar harðvítugur og einþykkur í samskiptum við fjölskyldu sína. Börn Bjarts deyja hvert af öðru. Hann gengur fram á lík eins þeirra (H 2011:534), og þau sem lifa missir hann frá sér (H 2011:603). Nonna sendir hann að vísu burt í góðu, og leiðir hans liggja að lokum til Ástu aftur. Bjartur er harðorður við börnin, kröfuharður og fullur af eftirrekstri við vinnu. Og hann tekur sumum framtíðarvonum þeirra og draumum illa. Þegar sonurinn vill grípa tækifæri og komast burt segir: „Ég ansa ekki þrugli, sagði faðirinn. Ég vil ekki heyra neitt um neinn helvítis heim, þykist þú vera að tala um ein- hvern heim? Hvað er heimur? Þetta er heimurinn, heimurinn hann er hér, Sumarhús, jörðin mín, það er heimurinn“ (H 2011: 600). En þetta viðbragð við hugmynd um Vesturferð eða um eigið starfsval unglings var alþekkt meðal íslenskra fjölskyldna. Bjartur rekur Ástu kinnhest þegar mjög illa stendur á fyrir henni og hún er viðkvæm og varnarlaus. Hann segir: „… og þessvegna ætla ég að biðja þig að ala hórbörnin þín í húsum þess fólks sem þeim er skyldara en ég“ (H 2011:563). Auðvitað var slíkt viðbragð föður á þessum tíma alþekkt hvar- vetna, vakti víða óhug að vísu og sorg en var almennt álitið afsakanlegt og eðlilegt. Það var algengt að reka börnum kinnhest, og annað dæmi er í verkinu (H 2011:266), en flengingar voru almennt viðurkenndar. Þá var það almennt viðhorf um náin samskipti kynja utan hjónabands að það væri konunni sjálfri, jafnvel stúlkubarni, að kenna að „koma honum til“. Og hún var látin bera skömmina að almenningsáliti. Lærdómsríkt er að lesa áfram um hugsanir Ástu samstundis: „Já það var gott að hann hafði slegið hana og rekið hana burt; högg hans var betra en kvíðinn við það sem mundi koma … Þetta högg hafði lyft af henni óbifandi þunga … Á snöggu augabragði var hún orðin frjáls af þessu trölli, hún var aðeins menskur maður, kanski konúngsdóttir einsog Mjallhvít …“ (H 2011: 563–564). Stúlkan sér sjálfa sig nú sem sjálfstæða veru, mennskan mann, nú þegar hún er vakin upp svo harkalega. Hún hefur þroskast og mótast, hefur nefnilega bein í nefinu og hefur lært eitt og annað í uppvextinum. En þetta orðalag, um mennskan mann, í huga ungrar stúlku var nýstárlegt og róttækt á útgáfutíma verksins. Það var líka róttækt að birta áhrif frá Sig- mund Freud í íslenskri skáldsögu þá og rekja hugsanaferil stúlku sem mótast að verulegu leyti af nýstárlegum sálfræðikenningum. Svipað verður sagt um lýsingar á matþörfum vanfærrar konu (H 2011:59, 64, 107–116). Auðvitað var kinnhestur Bjarts vanhugsað bráðræðisóráð. Það er merkilegt hve miklu varðar í þessu verki um margs konar mistök, skyndileg skapbrigði, klaufalegt fljótræði og óvænt reiðiköst. Ólgan í þessu kveikir hugboð um einhver áhrif frá ritverkum Fjodors Dostojefskís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.