Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 141

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 141
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 4 141 ingjar riðu um landið með sveinaflokka og kúguðu menn á alla lund, ekki síst til að láta af hendi jarðir, og þar sem kon- ungsvaldið var fjarlægt, og reyndar háð þeim upplýsingum sem valdsmenn sjálf- ir miðluðu því, voru þeir færri sem gátu skakkað leikinn. Um framferði yfirstétt- arinnar notaði Jón lærði ágætt orð, sem tími væri til kominn að vekja aftur upp, semsé „alfrí“; það táknar taumlaust og ábyrgðarlaust vald, nánast rétt til sjálf- töku og sjálfdæmis í öllum málum. Í þessu landi hörmunganna var Jón lærði eindreginn andófsmaður. Hann reis gegn stórhöfðingja þegar hann skrifaði bókina Spánverjavígin til að fletta ofan af stórglæpum, og var þá strax hundeltur svo að hann þurfti í ofboði að flýja sitt heimahérað. Í nokk- ur ár fékk hann að vera í friði í verbúða- þorpi á Snæfellsnesi, en vegna samtrygg- ingar höfðingjanna, sem þjappaði þeim saman á hættustundu þótt þeir ættu annars í sífelldum illdeilum sín á milli um jarðir og fleira, var aftur hafist handa. Prestur einn, séra Guðmundur Einarsson, lagði á sig að semja ítarlegt rit gegn Jóni og ásakaði hann fyrir galdra með hinu heiftarlegasta orð- bragði; að breyttu breytanda er það eins og nútímahagfræðingur úr megin- straumnum sé að skrifa gegn Thomasi Piketty. Nú voru ákærur fyrir galdra hagkvæmt ráð til að hnekkja á mönnum sem einhver taldi sig eiga sökótt við, þótt því bragði virðist ekki hafa verið beitt mikið á Íslandi (erlendis virðist það hafa verið algengara), en samt er eins og eitthvað vanti í myndina, þetta virtist ekki geta skýrt að fullu hvernig Jón var hrakinn til Austfjarða, út í Bjarnarey og til Kaupmannahafnar og enn neitað um réttlæti á Íslandi eftir heimkomuna, þangað til Brynjólfur biskup sagði stopp. Skal hann fyrir það lofsunginn æfinlega. Kannske er það lykillinn að þessu öllu að yfirstéttin á Íslandi var dauð- hrædd, hún var í sífelldum ótta um að eitthvað kynni að hefta yfirgang hennar, vald og auðsöfnun, semsé „alfrí“ höfð- ingjanna. Það var svo sem ekki nema eðlilegt að hún brygðist hart við skrif- um eins og bók Jóns um Spánverjavígin, því þau hefðu getað valdið nokkru raski, en hræðslan var enn djúpstæðari, yfir- stéttin virtist óttast lágstéttirnar í heild og vilja halda þeim í sífelldri hræðslu og undirgefni, og það kom fram í mann- vonsku og yfirgengilegri íhaldssemi. Yfirstéttin barðist gegn öllum nýjung- um, hún barðist gegn mótun fiskiþorpa við sjávarsíðuna, sem þó hefðu getað bætt efnahaginn til muna, hún vildi takmarka sem mest samskipti lands- manna við útlendinga, hún var á móti alþýðumenningu af hvaða tagi sem var, leikjum, víkivökum, sagnaskemmtun, kvæðamennsku annarri en sálmaskáld- skap, og hún var á móti fræðum eins og rúnum. Í þessu hafði hún dyggilegan stuðning lútersku kirkjunnar. Yfirstéttin óttaðist að þetta gæti myndað þjóð- félagsafl sem hún ætti erfitt með að ráða við og gæti um síðir orðið henni skeinu- hætt, – einkum sjávarþorpin og það sem þeim fylgdi. Í þessu öllu var Jón lærði ágætur full- trúi alls þess sem yfirstéttin hataði hjá lágstéttunum. Hann stundaði fræðistörf í fornum anda, skrifaði sögur, orti rímur og víkivaka, ásamt öðru. Þegar hann varð að flýja sveitina átti hann skjól á verbúðaþorpi, og stóð fyrir einhverju sem hatursmenn hans kölluðu „galdra- skóla”, hvað sem það svo var. Kannske var Jón bara að miðla fiskimönnunum af þekkingu sinni, en út af fyrir sig var það hættulegt á tímum þegar búið var að hræða menn svo mikið að þeir þorðu ekki lengur að viðurkenna að þeir byggju yfir rúnakunnáttu. Til að kóróna allt gagnrýndi Jón yfirstéttina harðlega í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.