Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 139

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 139
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 4 139 miðum sem voru í beinni andstöðu við, og í uppreisn gegn því sem hugsað var á öldunum áður; það var tíminn þegar farið var að nota nafn heimspekingsins Duns Scotus (á 13. öld) yfir heimsk- ingja, „dunce“, og „Dunce’s cap“ var tyllt á höfuð tossa í skólum þeim til lítils- virðingar. En þetta viðhorf er í grund- vallaratriðum rangt, sagan verður að taka tillit til þeirra forsendna sem eru ríkjandi á tímum hvers manns um leið og hún fellir dóm yfir honum. Jón lærði var maður Endurreisnartímans, fróð- leiksfús svo það tók yfir allan þjófabálk, einhvers konar safnspegill sem dró til sín þekkingu úr fornritum, alþýðuhefð, dulspekilærdóm úr ýmsum áttum og slengdi því öllu saman, en hugsaði minna um að sannprófa lærdóminn og koma skipan á hann. Þegar fjallað var um eitthvert náttúrufyrirbæri á þessum tímum var því ekki aðeins lýst – kannske nokkuð fræðilega en líka í bland við alls kyns þjóðtrú, og sagt frá notagildi þess, t.d. í lækningum – heldur var líka talið sjálfsagt að útlista hlutverk þess í goðafræðinni fornu. Túlkunin byggðist svo á táknfræðum sem komin voru úr fornri speki og guðfræðihefð miðalda. Dæmi sem stundum er tekið um fljótfærnislegar bollaleggingar sex- tándu aldar er sagan um barnið sem fæddist með gulltönn. Um leið og þau tíðindi bárust út tóku að birtast hálærð- ar ritgerðir víðsvegar um álfuna um það hvað þetta merkti, hvaða tíðindi það boðaði, hvers konar stóratburðir væru í vændum, og lærdómsmenn deildu fram og aftur – en svo kom í ljós að það hafði aldrei fæðst neitt barn með gulltönn. Í heimi þar sem trúin á galdra var enn rótgróin fannst mönnum það engan veginn ólíklegt, né brot á neinum nátt- úrulögmálum, að svo vel tennt barn sæi dagsins ljós. Í þeim heimi hefði Jón vafalaust sómt sér vel sem lærdómsmað- ur við háskóla, og á sinni eigin öld hefði hann enn getað fengið frama. Til marks um það eru viðtökurnar sem rit hans um Íslands aðskiljanlegu náttúrur fékk erlendis í þýðingum, svo og óumdeild afrek hans í vísindunum, svosem teikn- ingar hans af hinum ýmsu tegundum hvala og lýsingar hans á þeim. En tímarnir voru ört að breytast, Kóperníkus hafði þegar birt kenningu sína, Kepler, sem var samtímamaður Jóns, endurbætti hana með sínum lög- málum, og Galilei sem var eilítið eldri gerði sínar uppgötvanir snemma á 17. öld, þegar Jón var ungur. Harvey, sem einnig var samtímamaður Jóns, upp- götvaði hringrás blóðsins. Allt þetta var upphaf „vísindabyltingarinnar“ svoköll- uðu sem gerði fræðimennsku Jóns að talsverðu leyti úrelta, og á stundum hlá- lega. Er hún samt eins fáránleg og seinni alda menn vildu vera láta? Viðar Hreinsson gerir nú góða grein fyrir því að á tímamótum Endurreisnar og Bar- okks voru það ekki einstök atriði og við- horf sem menn fóru nú að hafna, heldur var það ný heimsmynd sem tók við og leysti aðra af hólmi. Á Endurreisnartím- anum álitu menn að allir þættir veraldar væru samtengdir, einn gæti haft áhrif á annan þótt órafjarlægð væri á milli, og jafnframt gætu þeir verið tákn hver um annan; þannig gætu stjörnurnar ráðið að verulegu leyti lífi einstaklinganna, listamenn hefðu t.d. gjarnan „satúrnískt eðli“, þeir væru „satúrnískar persónur“, undir áhrifum stjörnunnar. Rétt teikn- aður galdrastafur, sem var látinn í vatn og svo mellifolium með í vatnið, hefði mátt til að koma upp um stuld. Barn með gulltönn hlyti að boða einhver meira eða minna váleg tíðindi, það var svo mikilvægt að lyfta hulunni af þeim, að það gleymdist í óðagotinu að athuga hvort það hefði í rauninni fæðst. Innan þessa ramma hugsunarinnar trúðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.