Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 108
J ó n S i g u r ð s s o n 108 TMM 2017 · 4 Bjarti og fjölskyldunni þetta kot eftir (H 2011:695–696). Minning gömlu konunnar segir sitt: „Það voru falleg sólarlögin á Urðarseli“ (H s.st.). Skáldið tekur nafn bæjarins ekki af handahófi. Annars vegar er urð stórgrýti og skriður, en hins vegar var Urður í fornum sið örlaganorn liðinna tíða, tákn- mynd og dularvald fortíðarinnar. Bjarti þykja nágrannar hans litlir fyrir sér: „Enda held ég mann muni ekki mikið um að eiga heima í moldarkofa … Það væri eitthvað annað ef maður hefði sál og væri eilífur. Þá fyrst væri eitthvert vit í að reyna að koma sér upp húsi. … Æ farið þið til andskotans með alla ykkar sálarskotu“ (H 2011:698). Enn er Bjartur harður af sér og skáldinu liggur enn sitthvað á hjarta um trúmál í hörðum heimi. Hér er hugsun frá róttækustu menntamönnum á þessum tíma, að spyrja hvort til séu sál og eilífð, allt í einu slengt inn í sögu- þráðinn, án nokkurra tengsla, eins og eftirþanka höfundar sem vill fleygja einhverju sterku fram. Njörður P. Njarðvík hefur athugað samfélags- og stjórnmálavídd verksins sérstaklega. Hann segir: „Öll barátta Bjarts í Sumarhúsum stríðir gegn mannlegri skynsemi“ (Njörður 1973:144). Í verkinu slær hugsunarhætti smábóndans saman við nýjar samfélagsaðstæður sem birtast í stéttaátökum í þorpinu. Smábóndinn kynnist verkfallsmönnum og fer að draga ýmislegt í efa sem áður var ótvírætt: „… annaðhvort voru yfirvöldin réttvísi og þessir menn glæpamenn, eða þessir menn voru réttvísin og yfirvöldin glæpamenn. Það var ekki auðráðið fram úr þessu …“ (H 2011:714). Og það reynir á grunn- hugmyndir Bjarts um eigin heiðarleika með „hinu þjófstolna brauði“ sem hann leggur sér til munns (H 2011:710–714). Bjartur finnur til samkenndar með verkfallsmönnum og til samúðar með þeim sem jafningjum og félögum, þrátt fyrir allt, og skilur son sinn eftir í liði þeirra (H 2011:721). En þegar hugað er að vilja Bjarts til að halda heiðahokrinu áfram, verður að hafa í huga að á þessum tíma þekktu menn ekki hagvöxt, framfarir og lífskjaraþróun sem löngu síðar varð. Það virðist gleymt á nýrri öld að kotungarnir og hjúin vissu af sárri reynslu hver munur var á leiguliða og eiganda. Þessu fólki þurfti ekki að kenna neitt um fardaga, útbyggingu, afgjöld, kúgildi, hreppaflutninga. Árin liðu yfir sveitafólkið með veður- fari og hagsveiflum, stundum betur og stundum verr, og líf verkafólks í bæjunum var ekki skárra. Einyrkjastefna í sveitum án véla og rafmagns er horfin, en einyrkinn lifir áfram í mörgum tilbrigðum. Og rómantísk oftrú, afturhvarfsþrá, einyrkjahugur og frumstæðishyggja breytast og koma aftur í nýjum myndum, eins og annað það sem finnur bergmál í hugskoti manna. Á tíma Sjálfstæðs fólks vissu menn engin traustari úrræði fyrir fátæklinga þegar að herti en einmitt hokur á koti og skak við ströndina. Úrræði manna á Íslandi á þessum tíma, líka þeirra sem voru í forystu verkalýðssamtaka, voru í þeim anda enda afkomuöryggi í kaupstöðum og þorpum brigðult (Ólafur 1988). Vilji fátæks fólks til sjálfræðis, frelsisþrá þess og sjálfsábúðarstefna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.