Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 123
„Vi ð v i l d u m b y l t i n g u “
TMM 2017 · 4 123
í Bólivíu. Hvaða þýðingu höfðu þjóðfrelsishreyfingar þriðja heimsins fyrir
68-kynslóðina?
Cohn-Bendit: Þjóðfrelsishreyfingarnar voru þýðingarmiklar fyrir marga
af 68-kynslóðinni en ekki neitt sérstaklega fyrir mig sjálfan. Vissulega
vorum við á móti Víetnamstríðinu en í mínum augum var Víetkong, sem
myndaði kjarnann í skæruliðahreyfingunni til frelsunar Suður-Víetnam,
aumir Stalínistar. Og þegar maður les bækur Che Guevara um hinn nýja
mann hryllir mann við. Byltingin átti að skapa nýjan mann, það getur ekki
annað en mistekist! Ég var hlynntur sjálfstæði Kúbu, Víetnams og Alsírs en
bar að öðru leyti ekki traust til pólitískra hreyfinga þessara landa.
S.: Þetta átti við um þig og lítinn hluta af 68-kynslóðinni. Fjölmargir þátt-
takendur í 68-hreyfingunni, bæði í Þýskalandi og Frakklandi, voru þvert á
móti heillaðir af leiðtogum kommúnistaflokka sem byggðu á nokkurs konar
alræði. Í mótmælagöngum voru myndir af kínverska einræðisherranum Mao
Zedong fastur liður í aðgerðunum.
Cohn-Bendit: Þetta gekk í raun enn lengra. Hvernig var hægt að ráðast á
og gagnrýna Þýskaland og Frakkland, sem á þessum árum voru staðföst lýð-
ræðisríki og benda í staðinn á kínversku menningarbyltinguna sem jákvæða
fyrirmynd þar sem milljónir manna voru drepnar? Þetta var gjörsamlega
galinn samanburður! Nú á okkar tímum er þetta algerlega óskiljanlegt.
S.: En hvernig gerðist þetta þá?
Cohn-Bendit: Margir litu á það með aðdáun að þjóðfrelsishreyfingar
þriðja heimins gætu sigrað hina öflugu heimsvaldastefnu og kapítalismann
sem sýndist ósigrandi. Margir vildu einfaldlega tengjast og eiga samleið með
pólitísku afli sem væri þess umkomið að rísa upp með árangursríkum hætti.
S.: Hvernig gat æskufólkið frá 68 bundið vonir sínar við lokuð hugmynda-
kerfi eftir að fasismi og stalínismi 20. aldarinnar höfðu valdið svo hræði-
legum skaða?
Cohn-Bendit: Ja, hvað skal segja, hvernig má skýra það að heimspekingur
eins og Sartre, sem hafnaði fullkomlega kapítalismanum, og í óbeit sinni á
honum fór til Moskvu og Kúbu og lýsti því í raun og veru yfir að þar væri
um valkost að ræða? Þegar fólki fellur ekki það sem lífið hefur boðið því þá
leitar það skýringa og lausna. Margir litu þannig á að uppreisnirnar væru til-
komnar vegna stéttaandstæðna á milli kapítalismans og sósíalismans og að
þeirra mati var ekki um neitt að ræða á milli þessara tveggja herbúða – þar
var í mesta lagi að finna nokkra vitleysinga eins og okkur anarkistana (hlær).
S.: Hafði ekki óánægja margs ungs fólks með líf sitt og framtíðarhorfur
meira að segja um útbreiðslu byltingarinnar en hnattræn átök á milli
kapítalisma og kommúnisma?
Cohn-Bendit: Jú, það tel ég raunar. Líf okkar átti að verða með allt öðru
sniði en líf foreldra okkar. Þessi ósk bar með sér ótrúlegan þrótt og sá slag-
kraftur breytti að lokum þjóðfélagi okkar með róttækum hætti. Hið nútíma-
lega opna samfélag, sem við búum við í Evrópu nú á dögum, er óhugsandi