Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 16
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 16 TMM 2017 · 4 Áttu ástvin? Meinarðu kærasta? Nei. Áttu börn, hvað heita þau og viltu segja mér hvernig þau hafa mótað líf þitt og haft áhrif á þig? Já, ég á son sem heitir Kolbjörn Ingason og hann er átján mánaða, svo ungur að erfitt er að segja hvernig hann hafi mótað mig – mótunin gerist núna. Mm, en ég er skipulagðari en ég var og mér þykir rosalega gott að skrifa með hann, nota tímann þegar hann er sofandi eða hjá dagmömmu og pabba sínum. Og þegar við erum saman þá er það góð æfing í því að vera á staðnum – til staðar. Vinkona mín sagði mér eitt sinn að maður yrði galin af því að reyna að gera eitthvað annað með börnunum – svara pósti, lesa, teikna – þá myndist togstreituástand sem sé ansi þreytandi; maður verði að dvelja hundrað prósent á staðnum og fyrir manneskju sem er dálítið á flótta – og ég held það sé ekki einstakt, ég held við séum mörg dálítið á flótta úr augna- blikinu – þá er það annaðhvort ofsaleg blessun eða mikið böl að vera með lítið barn. Sá dans finnst mér mjög – já – örugglega – mótandi á jákvæðan hátt. Hvort þykir þér skemmtilegra / betra að elska eða vera elskuð eða hvort tveggja? Mér finnst skemmtilegast og best að vera ást. *** Viltu segja mér frá skólagöngunni? Já, já, ég hætti í grunnskóla, hætti að mæta þegar ég var í tíunda bekk, mér gekk svo illa í stærðfræði, ég tók samt samræmdu prófin… ég nenni ekki smáatriðum: ég hætti semsagt í grunnskóla, í menntaskóla, fór í Listahá- skólann og lauk BA-gráðu, fór í masternám til Kanada en ég hætti því líka. Ég er óhrædd við að hætta þegar mér líkar ekki og það er mikill kostur. Þú lætur ekki pína þig, það er til fyrirmyndar Hefurðu sótt nám í skapandi skrifum? Ég hef ekki farið á námskeið í skapandi skrifum en mig hefur oft langað. Þegar ég var unglingur og bjó hjá mömmu í Hlíðunum var samt stundum eins og ég væri á námskeiði í ljóðagerð. Ég sýndi henni allt sem ég skrifaði og hún setti sig inn í það sem ég var að gera og tók því alvarlega. Mamma var mjög víðlesin en líka mikil innsæiskona og módernisti. Hún kenndi mér að forðast klisjur og væmni. Mm, einn heimsins besti rithöfundaskóli. Hvernig áhrif hafa aðrar list- greinar á ritstörf þín? Myndlist hefur áhrif, en ég veit samt ekki hvernig ég á að lýsa því. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.