Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 45
X x x TMM 2017 · 4 45 Skilurðu nú af hverju ég vil hvergi vera annarstaðar? spyr ég, en þó hann kinki kolli grunar mig að hann geri það ekki. Ég ætla að taka mér frí í dag, segi ég áður en ég næ að stöðva sjálfa mig. Það verður örugglega rólegt hvort eð er á hreppsskrifstofunni. Mig langar að skreppa með þig í  heimsókn til systur minnar sem býr hinumegin í bænum.  Hún er fimmtán árum eldri en ég og maðurinn hennar er frægt skáld. Ég er viss um að þú hefur heyrt talað um hann. Mér hitnar í kinnunum því ég verð alltaf svolítið lotningarfull þegar ég nefni nafnið þó ég skilji ekki ljóðin hans. Bróðir minn segist aldrei hafa lesið ljóð ótilneyddur, hann kannast ekkert við mág minn og ég móðgast fyrir hönd skáldsins. En hann fékk verðlaun. Fyrir nokkrum árum síðan, þú hlýtur að hafa heyrt um hann. Ég trúi því varla hvað ég er mælsk. Og svo er systir mín reyndar líka svolítið fræg. Hún var ungfrú Ísland. Það var líka fyrir nokkrum árum síðan … Þegar við komum að nýlega hvíta steinhúsinu við þjóðveginn, situr öll fjöl- skyldan við borð undir suðurveggnum, dúðuð í lopapeysur. Lilja og börnin rjúka á fætur, faðma mig og heilsa Janusi hlýlega áður en þau hlaupa til og finna fyrir okkur stóla af ólíkum toga sem þau sækja inn í húsið og til- breytingin er augljóslega kærkomin fyrir Janus eftir þögnina heima hjá okkur mömmu. Mágur minn, skáldið, er svipmikill maður fagureygur með myndarlegt yfir- varaskegg. Hann er afar nákvæmur í klæðaburði og í dag er hann í ullar- frakka, með köflóttan trefil um hálsinn og teppi vafið um fæturna eins og berklasjúklingarnir á gömlu myndunum frá Vífilsstöðum. Hann lætur sér nægja að kinka þegjandi kolli til okkar. Æ, hann er hálf rotinpúrrulegur í dag. Kvefpest, segir systir mín lágt þegar við nálgumst borðið. Og svo er hann líka að pirra sig á umfjöllun sem hann sá um einhverja ljóðabók í blaðinu í morgun, bætir hún við og flissar. Ég er viss um að hann hefur ekki einu sinni lesið hana. Okkur Janusi er komið fyrir upp við vegg, við hliðina á heimilisföðurnum sem segir ekki margt en Lilja bætir það upp með brosi, léttu spjalli, góðu kaffi og snúðum. Var þetta vond umfjöllun? spyr Janus hana í hálfum hljóðum. Uss nei, gagnrýnandinn er stórhrifinn! Segir að bókin sé tímamótaverk, svarar hún og blikkar manninn sinn en hann hnussar og lygnir augunum þreytulega. Við systurnar horfumst brosandi i augu en Janus veit ekki hvernig hann á að túlka þetta. Veðrið er alldeilis gott, segir hann. Vorið bara komið! 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.