Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 88
J ó n S i g u r ð s s o n 88 TMM 2017 · 4 sem var nýstárlegt hér á þessum tíma. Hann sér smábóndann sem niðurlægða lágstétt, með greinilega sérstöðu andspænis betur stæðum bændum, undir- stétt sem er ekki aðeins kúguð og arðrænd í viðskiptum, samfélagsstöðu og lífsbaráttu, heldur er hún villt og blekkt með vongleði, þjóðhyggjuhugsjónum og draumaslúðri um framtíð og stöðu landbúnaðarins, um háleit markmið og mikilfengleg hlutverk bóndans. Hlutverk sögumanns – „Plús-X“ sem Halldór nefndi svo löngu síðar – er áberandi víða í verkinu. Lýsingar Halldórs eru að hluta til raunsæislegar, en í hugsjónahita sínum leitar hann stöðugt út í fyndni, meinlegt háð og stór- hlægilegar afkáralýsingar, orðheppni og kerskni, útúrsnúninga og ískaldar orðaskvettur – og yfir í stjórnmálaáróður, fyrirlestra og predikanir. Undir lok verksins tekur skáldið kjör smábóndans saman þegar Bjartur ræðst á vörðuna yfir dys Gunnvarar: „Stríð í útlöndum getur stælt í honum bakfiskinn ár og ár, en það er aðeins sýndarhjálp; blekkíng; einyrkinn kemst ekki úr kreppunni um allar aldir, hann heldur áfram að vera til í hörmúng, eins leingi og maðurinn er ekki mannsins skjól, heldur versti óvinur mannsins. Líf einyrkjans, líf hins sjálfstæða manns, er í eðli sínu flótti undan öðrum mönnum sem ætla að drepa hann. Úr einum næturstað í annan verri. Ein kotúngsfjölskylda flytur búferlum, fjórir ættliðir af þeim þrjátíu sem hafa borið uppi líf og dauða í þessu landi í þúsund ár – fyrir hvern? Að minsta kosti ekki fyrir sig né sína.“ (H 2011:724–725) Hér varpar skáldið nýju ljósi á einn allra vinsælasta hugsjónadraum alda- mótakynslóðarinnar, og allra kynslóða. Í reynd er sjálfstæði mannsins hér orðið að flótta, blekkingu og einhvers konar vítahring hörmungar og hrak- falla. Gervöll þjóðarsagan er sýnd af þessum sjónarhóli. Hér verður hugtakið „sjálfstæði“ vafasamt eða jafnvel öfugmæli. Bjartur notar þetta sem mót- báru þegar hann andmælir fræðslu fyrir börnin (H 2011:251). Það er eins og Halldór hugsi sér áskapaða mótsetningu í merkingu orðsins, og má ef til vill nefna til samanburðar titilinn „Les Misérables“ eftir Victor Hugo sem eru allt í senn: vesalir, aumir, smælingjar, samúðarverðir, brjóstumkennanlegir, allslausir, – en líka: aular, ræflar, fyrirlitlegir, ómerkilegir, varhugaverðir … Getur það verið að íslenska skáldið hafi valið verkinu titil með slíka saman- burðar-skírskotun í huga? Halldóri svellur móður í hugsjónaákafa og innblæstri boðandans. En hann er reyndar ekki aðeins að hugsa um blekkingar og innihaldsrýra bjart- sýni smábændanna, hörmung þeirra, kúgun og blindu. Undir lok verksins er orðum einnig beint til annarra: „Það er handa Ástu Sóllilju og elskhuga hennar að leirskáld og mannhatarar og lygarar semja bækur fullar af sólskini og draumum og yndislegum sólgullnum pálmagaungum til að gabba það og hæða og svívirða.“ (H 2011:612)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.