Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 88
J ó n S i g u r ð s s o n
88 TMM 2017 · 4
sem var nýstárlegt hér á þessum tíma. Hann sér smábóndann sem niðurlægða
lágstétt, með greinilega sérstöðu andspænis betur stæðum bændum, undir-
stétt sem er ekki aðeins kúguð og arðrænd í viðskiptum, samfélagsstöðu og
lífsbaráttu, heldur er hún villt og blekkt með vongleði, þjóðhyggjuhugsjónum
og draumaslúðri um framtíð og stöðu landbúnaðarins, um háleit markmið
og mikilfengleg hlutverk bóndans.
Hlutverk sögumanns – „Plús-X“ sem Halldór nefndi svo löngu síðar – er
áberandi víða í verkinu. Lýsingar Halldórs eru að hluta til raunsæislegar, en
í hugsjónahita sínum leitar hann stöðugt út í fyndni, meinlegt háð og stór-
hlægilegar afkáralýsingar, orðheppni og kerskni, útúrsnúninga og ískaldar
orðaskvettur – og yfir í stjórnmálaáróður, fyrirlestra og predikanir.
Undir lok verksins tekur skáldið kjör smábóndans saman þegar Bjartur
ræðst á vörðuna yfir dys Gunnvarar:
„Stríð í útlöndum getur stælt í honum bakfiskinn ár og ár, en það er
aðeins sýndarhjálp; blekkíng; einyrkinn kemst ekki úr kreppunni um allar
aldir, hann heldur áfram að vera til í hörmúng, eins leingi og maðurinn er
ekki mannsins skjól, heldur versti óvinur mannsins. Líf einyrkjans, líf hins
sjálfstæða manns, er í eðli sínu flótti undan öðrum mönnum sem ætla að
drepa hann. Úr einum næturstað í annan verri. Ein kotúngsfjölskylda flytur
búferlum, fjórir ættliðir af þeim þrjátíu sem hafa borið uppi líf og dauða í
þessu landi í þúsund ár – fyrir hvern? Að minsta kosti ekki fyrir sig né sína.“
(H 2011:724–725)
Hér varpar skáldið nýju ljósi á einn allra vinsælasta hugsjónadraum alda-
mótakynslóðarinnar, og allra kynslóða. Í reynd er sjálfstæði mannsins hér
orðið að flótta, blekkingu og einhvers konar vítahring hörmungar og hrak-
falla. Gervöll þjóðarsagan er sýnd af þessum sjónarhóli. Hér verður hugtakið
„sjálfstæði“ vafasamt eða jafnvel öfugmæli. Bjartur notar þetta sem mót-
báru þegar hann andmælir fræðslu fyrir börnin (H 2011:251). Það er eins og
Halldór hugsi sér áskapaða mótsetningu í merkingu orðsins, og má ef til vill
nefna til samanburðar titilinn „Les Misérables“ eftir Victor Hugo sem eru
allt í senn: vesalir, aumir, smælingjar, samúðarverðir, brjóstumkennanlegir,
allslausir, – en líka: aular, ræflar, fyrirlitlegir, ómerkilegir, varhugaverðir …
Getur það verið að íslenska skáldið hafi valið verkinu titil með slíka saman-
burðar-skírskotun í huga?
Halldóri svellur móður í hugsjónaákafa og innblæstri boðandans. En
hann er reyndar ekki aðeins að hugsa um blekkingar og innihaldsrýra bjart-
sýni smábændanna, hörmung þeirra, kúgun og blindu. Undir lok verksins
er orðum einnig beint til annarra: „Það er handa Ástu Sóllilju og elskhuga
hennar að leirskáld og mannhatarar og lygarar semja bækur fullar af sólskini
og draumum og yndislegum sólgullnum pálmagaungum til að gabba það og
hæða og svívirða.“ (H 2011:612)