Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 96
J ó n S i g u r ð s s o n 96 TMM 2017 · 4 Áður hafði kennarinn stunið í áfengisfíkn sinni: „Syndin, – það er sú dýr- mætasta guðs gjöf“ (H 2011:499). Í þessari frásögu kann að vera endurómur úr skáldsögu Einars H. Kvarans (1859–1938), Gulli. Í „ævintýri“ síra Þor- valds segir Drottinn sjálfur þar: „En eg er sjálfur í syndinni“ (Einar 1911, 1968:339). Sigurður Nordal (1886–1974) minnti á þetta í Skírnisgrein 1925 og átaldi Einar fyrir siðferðilegan „níhilisma“, siðleysi eða tómhyggju, vegna áherslu Einars á fyrirvaralausa altæka fyrirgefningu (Sigurður 1925, 1987). Er þetta mótsetning og óvænt skírskotun í verkinu? Er skáldið að tengja afbrot og hugarfar? Skírskotar Halldór hér til hefðbundins kristins skilnings á nauðsynlegum forsendum fyrirgefningar, um ábyrgð á drýgðri synd og iðrun og um alvöru þess verknaðar sem kennarinn hafði framið? Samkvæmt kristninni er fyrirgefning ekki samþykki, uppgjöf eða yfirhylming, skálka- skjól eða meðvirkni. Mælir skáldið hér gegn nýstárlegum „frjálslyndum“ hugmyndum um umburðarlyndi og fyrirhafnarlausa fyrirgefningu? Í þriðja hluta verksins er hreppstjórinn kominn til að taka þátt í réttar- haldi og lýsir áhyggjum af því að „hún Sólbjört greyið, eða hvað hún heitir“ sé „hundheiðin og óupplýst. … Það er nýtt, sagði Bjartur, ef þú vilt láta fara að kristna fólk. Kanski þú þykist vera kominn á þau árin að þér sé betra að vera við öllu búinn“ (H 2011:449). Ásta verður „þessi einmana sárfætlíngur vonarinnar“ (H 2011:566) þegar hún hrekst um heiðina eftir að Bjartur hefur með harðri hendi rekið hana brott af heimilinu. Hér segir líka: „Því heiðin var einnig hræðileg. Kanski er hún lífið sjálft“ (H 2011:565). Athyglisvert er hvernig skáldið nýtir tíðir sagnorðsins: heiðin „var“ hræðileg í atvikslýsingu en hún „er“ í spámann- legum orðum strax á eftir. En hér hefur vonin vægi sem á rætur í kristilegum viðhorfum. Skáldið sér ástæðu til að skírskota til útfararsálms síra Hallgríms Péturs- sonar. Á „sannleiksaugnablikinu“ (H 2011:564) í lífi þeirra beggja Ástu og Bjarts, þegar afskorið er milli þeirra, grípur hún orðin „á snöggu augabragði“ (H s.st.), og þegar Bjartur kemur í lokin að sækja hana og taka hana aftur til sín segir hann: „Maður á þó altaf öndina sem þöktir í vitunum á manni, eða að minsta kosti hefur maður hana að láni“ (H 2011:721). Skynja má kristilega táknun í því að Bjartur er elskur að lömbum og metur séra Guðmund sérstaklega fyrir áhuga hans og hæfileika í sauðfjárrækt. Hér er óbeint vísað til hugmyndarinnar um góða hirðinn. Þriðja hluta verksins, Erfiðir tímar, lýkur með óviðjafnanlegri lýsingu á sálartengslum Bjarts við sauðkindina. Í Nýja Testamentinu segir af fyrstu hvítasunnu þegar safnaðar- menn töluðu tungum. Hér segir: „Þetta var kanski ekki neitt merkileg heiði og ekki neitt sérstaklega merkilegur bær, en samt gerðust þó stundum ótrú- legir hlutir í heiðinni: maðurinn og skepnan skildu hvort annað. Þetta var á hvítasunnumorgun“ (H 2011:568). Undir lokin er samtal við ókunnugan mann í þorpinu eftir verkfallsróstur. „Þetta er annars auma helvítis plássið, sagði maðurinn … svo sagði maður inn:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.