Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 86
J ó n S i g u r ð s s o n
86 TMM 2017 · 4
búnaði, þegar afurðasala frá búi og aðdrættir rekstrarvöru hófust. Þarna
mótast fyrsta markaðskerfi á Íslandi og í byrjun er það víða einokun íslenskra
útibúa frá dönskum verslunarfyrirtækjum. Íslenskir menn eru orðnir kaup-
menn og margir þeirra með útgerð og fiskverkun, en ytri viðskiptatengsl og
fjármögnun enn bundin eldri háttum. Víða var stofnun kaupfélags upphaf
samkeppni í þessu umhverfi, og kaupfélögin fyrsta samkeppnisaflið og hófu
sögu viðskiptahátta í opnu samkeppnisumhverfi hérlendis. Samtímis ýttu
þau undir markaðstengsl landbúnaðarins og endalok sjálfsþurftabúskapar.
Í verkinu kemur fram að tekið er af hörku á móti kaupfélaginu. Verslun og
stjórnmál blandast hvort við annað, og allir skírskota til stjórnmála í sam-
keppninni.
Kaupfélagið tengist ráðandi valdakerfi í byggðunum. Betur stæðir bændur
gefa tón og halda í tauma (H 2011:316). Kaupfélagið verður meira að segja
framabraut sonar hreppstjórans á Úti-Rauðsmýri. Þannig hefur kaupfélagið
stéttarlega stöðu í frásögunni, í samræmi við stéttagreiningu höfundarins.
Þrátt fyrir hugsjónatal og framfaraboðun er kaupfélagið þarna stéttarlegt
vopn sem nýtist fátæklingnum aðeins í góðæri en bregst honum eins og
aðrir þegar að herðir (H 2011:690–691). Allir bregðast lítilmagnanum. Fyrst
hrynur veldi kaupmannsins, en þegar enn harðnar á dalnum bregðast spari-
sjóðurinn, kaupfélagið og stjórnmálanýttur ríkisbankinn líka. Athyglisvert
er í verkinu að kaupmaðurinn hefur nokkrar málsbætur í hruni sínu, en
kaupfélaginu hlífir skáldið ekki við áfellisdómi. Það virðist svíkja einyrkjann
líka. Þegar allt um þrýtur vilja aðeins öreigarnir í þorpinu víkja einhverju
góðu að honum.
III
Sjálfstætt fólk lýsir samfélagi sem mótast að mestu af frumvinnslu og sjálfs-
nægtabúskap fátækra smábænda. En samfélagið er að breytast. Framan af
eflast bændur, framleiðslan vex og menn eignast jarðir sínar. Þeir eru fátækir
flestir en þykjast standa á eigin fótum. Á þessum tíma þekkti enginn annað
en sjálfsnægtabúskap og slíkir lifnaðarhættir uppfylltu óskir almennings.
Sagan gerist á fyrstu áratugum 20. aldarinnar. Það er komin röskun á sam-
félagið, þjóðarvakning, heimastjórn og síðan fullveldi. Nýjar félagsmála-
hreyfingar láta til sín taka, kaupfélög í sveitunum og verkalýðsfélög í þorp-
unum, ungmennafélög og bindindishreyfing um land allt. Á þessum tíma
komast þessi almannasamtök á legg og aukast að fylgi og afli. Fleiri og fleiri
bújarðir komast í eigu bændanna sjálfra, í sjálfsábúð í staðinn fyrir réttlítið
strit leiguliða áður (Þorkell 1942, Helgi 2002:119, Jón 2013:221–225). Fyrstu
tilhlaup til vélvæðingar hefjast og afurðasala verður mikilvægari en áður,
og útræði, úrvinnsla og handverk vaxa í þorpunum. Vesturheimsferðir toga
marga, unglinga meðal annarra, til nýrra tækifæra í undralandinu vestra.
Verkið lýsir fásinni kotbúskaparins, vetrarveðrum, innilokun og ein angr-