Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 86
J ó n S i g u r ð s s o n 86 TMM 2017 · 4 búnaði, þegar afurðasala frá búi og aðdrættir rekstrarvöru hófust. Þarna mótast fyrsta markaðskerfi á Íslandi og í byrjun er það víða einokun íslenskra útibúa frá dönskum verslunarfyrirtækjum. Íslenskir menn eru orðnir kaup- menn og margir þeirra með útgerð og fiskverkun, en ytri viðskiptatengsl og fjármögnun enn bundin eldri háttum. Víða var stofnun kaupfélags upphaf samkeppni í þessu umhverfi, og kaupfélögin fyrsta samkeppnisaflið og hófu sögu viðskiptahátta í opnu samkeppnisumhverfi hérlendis. Samtímis ýttu þau undir markaðstengsl landbúnaðarins og endalok sjálfsþurftabúskapar. Í verkinu kemur fram að tekið er af hörku á móti kaupfélaginu. Verslun og stjórnmál blandast hvort við annað, og allir skírskota til stjórnmála í sam- keppninni. Kaupfélagið tengist ráðandi valdakerfi í byggðunum. Betur stæðir bændur gefa tón og halda í tauma (H 2011:316). Kaupfélagið verður meira að segja framabraut sonar hreppstjórans á Úti-Rauðsmýri. Þannig hefur kaupfélagið stéttarlega stöðu í frásögunni, í samræmi við stéttagreiningu höfundarins. Þrátt fyrir hugsjónatal og framfaraboðun er kaupfélagið þarna stéttarlegt vopn sem nýtist fátæklingnum aðeins í góðæri en bregst honum eins og aðrir þegar að herðir (H 2011:690–691). Allir bregðast lítilmagnanum. Fyrst hrynur veldi kaupmannsins, en þegar enn harðnar á dalnum bregðast spari- sjóðurinn, kaupfélagið og stjórnmálanýttur ríkisbankinn líka. Athyglisvert er í verkinu að kaupmaðurinn hefur nokkrar málsbætur í hruni sínu, en kaupfélaginu hlífir skáldið ekki við áfellisdómi. Það virðist svíkja einyrkjann líka. Þegar allt um þrýtur vilja aðeins öreigarnir í þorpinu víkja einhverju góðu að honum. III Sjálfstætt fólk lýsir samfélagi sem mótast að mestu af frumvinnslu og sjálfs- nægtabúskap fátækra smábænda. En samfélagið er að breytast. Framan af eflast bændur, framleiðslan vex og menn eignast jarðir sínar. Þeir eru fátækir flestir en þykjast standa á eigin fótum. Á þessum tíma þekkti enginn annað en sjálfsnægtabúskap og slíkir lifnaðarhættir uppfylltu óskir almennings. Sagan gerist á fyrstu áratugum 20. aldarinnar. Það er komin röskun á sam- félagið, þjóðarvakning, heimastjórn og síðan fullveldi. Nýjar félagsmála- hreyfingar láta til sín taka, kaupfélög í sveitunum og verkalýðsfélög í þorp- unum, ungmennafélög og bindindishreyfing um land allt. Á þessum tíma komast þessi almannasamtök á legg og aukast að fylgi og afli. Fleiri og fleiri bújarðir komast í eigu bændanna sjálfra, í sjálfsábúð í staðinn fyrir réttlítið strit leiguliða áður (Þorkell 1942, Helgi 2002:119, Jón 2013:221–225). Fyrstu tilhlaup til vélvæðingar hefjast og afurðasala verður mikilvægari en áður, og útræði, úrvinnsla og handverk vaxa í þorpunum. Vesturheimsferðir toga marga, unglinga meðal annarra, til nýrra tækifæra í undralandinu vestra. Verkið lýsir fásinni kotbúskaparins, vetrarveðrum, innilokun og ein angr-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.