Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 101
Á l e i ð i s a ð U r ð a r s e l i TMM 2017 · 4 101 eitthvað um tvíræðni og háð; í báðum eru stuttar aðalsetningar einkenni sem virðast lýsa einlægni; í báðum er óbein ræða og hugsanaflæði, og örstuttar lokasetningar í kaflalok; margt í fari og lýsingu Ísaks og Bjarts speglar hvað annað; bæði verkin fjalla um einyrkjabændur og vandamál þeirra; í báðum verkar samfélagið á húsbóndann og hann áfram á eiginkonu og börn (Hall- dór 1996). Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur einnig gert samanburð á þessum ritverkum Hamsuns og Halldórs Kiljans Laxness. Hannes minnir á að báðir þeir Ísak og Bjartur brjóta nýtt land til ræktunar og horfa í byrjun hreyknir yfir land sitt. Þeir eru báðir þrjóskir, fámálir og sjálfráðir. Hlutskipti kvenna í báðum verkunum er erfitt og eiginkonur þeirra beggja vita af öðrum kjörum í byggðum neðan fjalla. Í báðum sögum er barn alið þegar faðirinn er fjarri, og í báðum hverfur sonur til Vesturheims. Báðir bændurnir þurfa að fara í eftirleit. Í báðum verkunum er friður sveitarinnar rofinn, annars vegar af náma grefti en hins vegar af stríðinu. Í báðum verkunum birtist greinilega afstaða til samfélagsmála, en að vísu er hvor höfundur alveg á öndverðum meiði við hinn (Hannes 2004:118–119). Lokaorðin spegla mótsetningu verkanna: – Knut: „Saa kommer Kvælden.“ – Halldór: „Síðan héldu þau áfram.“ X Halldór Kiljan Laxness reis öndverður gegn boðskap Hamsuns með sögu Bjarts bónda. Kjör og afdrif Bjarts eiga að vera andstæða við sögu Ísaks. Og Halldór réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur. Ein var uppreisnin gegn norska snillingnum vinsæla. Annað var að þessi viðhorf Hamsuns voru ráðandi í hugum samtímamanna Halldórs á Íslandi og víða erlendis. Allt frá því að séra Þórhallur biskup Bjarnarson hafði forgöngu um sölu þjóðjarða með lögum frá 1905 og næstu árin á eftir höfðu einmitt þessi við- horf verið, í hugum fjölmargra Íslendinga, fögur og glæsileg (H 2011:285). Sjálfsábúð var kjörorð. Unga kynslóðin, aldamótamennirnir um land allt, var upptendruð af þessum boðskap. Á nokkrum stöðum í landinu störfuðu lýðháskólar mótaðir eftir grundtvigskum fyrirmyndum og höfðu víðtæk áhrif. Hundruðum saman stundaði ungt fólk af báðum kynjum nám í þessum skólum og fjöldamargir sóttu nám í dönskum og norskum lýðhá- skólum. Þarna lærðu ungir Íslendingar að ganga uppréttir. Ungmennafélögin og Alþingishátíðin 1930 ómuðu af þessum hugsjónum. Ungi sjálfseignar- bóndinn var konungur í ríki sínu. Íslendingar eignuðust landið sitt. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og mörg fleiri skáld ortu í þessum anda (Jón 2013:221–238). Í einu allra vinsælasta kvæði sínu, í bókinni Kvæði frá 1922, kveður Davíð berum orðum: „… í dalinn, þar sem ég ætla að byggja og nema land. … er sælt að vera fátækur … og gleðin skal þar ríkja, þó vistir þrjóti fljótt … En
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.