Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 143

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 143
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 4 143 heimsendissögur, þar af tvær mynda- sögur: Súperkúkur eftir Hugleik og Árna Jón Gunnarsson og Ormhildar- saga eftir Þóreyju Mjallhvíti H. Ómars- dóttur, sem nýtir sér íslenskar þjóðsögur sem efnivið. Lokaverk þríleiks Sjóns, Ég er sofandi hurð, sækir til vísindaskáld- sögunnar og samtíma umræðna um erfðavísindi, en sagan endar á hvarfi mannkyns. Hinar tvær eru Eyland eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur og Nýja Breiðholt eftir Kristján Atla. Það er óneitanlega athyglisvert að á árinu skuli hafa komið fram fimm dystópísk skáldverk sem fjalla um sam- félagslegt hrun. Sögurnar sækja greini- lega innblástur í efnahagshrunið 2008, en það hefur birst sem stef í íslenskum bókmenntum æ síðan. Þetta er sérlega áberandi í verkum Sigríðar og Kristjáns Atla, en báðar sögurnar fjalla um algert hrun siðferðisgilda, það sem í umræðu um efnahagshrunið 2008 hefur verið kallað siðrof. Það væri þó of mikil ein- földun að einskorða lestur sagnanna við hrunið, til þess er tilvísanaramminn of víður. Bæði verk fjalla um viðbrögð við einhverskonar heimsendi og líkt og iðu- lega er raunin í slíkum verkum á við- fangsefnið margt skylt með samtíma- umræðu, meðal annars með því að lýsa samfélagi sem er byggt á rústum. Hvíta drottningin og skátarnir Táknræn sýn einkennir dystópísku skáldsöguna Eyland eftir Sigríði Haga- lín Björnsdóttur. Einn daginn missir Ísland allt samband við umheiminn án allra skýringa. Þeir sem fljúga eða sigla burt til að kanna hvað veldur hverfa sporlaust. Landið einangrast algerlega frá umheiminum og eftir árangurslaus- ar tilraunir til að átta sig á orsökum og ná sambandi hefst uppbygging sam- félagsins á nýjum forsendum sjálfbærni og samstöðu. Fljótlega kemur þó í ljós að þessi samstaða nær ekki til allra, sameiningaraflið er að sjálfsögðu þjóð- ernið og bæði strandaðir ferðamenn og innfluttir íslendingar verða fyrir barð- inu á stefnu hins nýja forsætisráðherra. Þegar ósköpin dynja yfir eru forseti og forsætisráðherra staddir erlendis og því kemur það í hlut konu, Elínar Ólafsdótt- ur innanríkisráðherra að taka við emb- ætti forsætisráðherra og æðsta valda- manns þjóðarinnar og halda samfélag- inu gangandi. Hún klæðist ævinlega hvítu og með blíðlegum hætti tekur hún öll völd í landinu og krefst fullkominnar jákvæðni gagnvart ástandinu. Gagnrýni er ekki liðin og allir eiga að fylgja sama flautuleiknum. Þessi fyrsta skáldsaga Sigríðar er áhrifamikið verk um þjóð og þjóðerni, fjölskyldubönd og fasisma. Auk þess er unnið á áhugaverðan hátt með kyn og kynhlutverk þar sem móðurlegt einveldi byggir að hluta til á kynferðislegu ofbeldi karla gegn konum. Sagan er sögð af blaðamanninum Hjalta sem í upphafi er í innsta hring forsætisráðherra, elskhugi hennar, ráð- gjafi og trúnaðarmaður, en vinnur sér óvinsældir með því að gagnrýna nýjar reglur um brottflutning fólks af erlend- um uppruna. Fyrrum sambýliskona hans, María, er af erlendu bergi brotin og sonur hennar sömuleiðis. Hann endar því sem flóttamaður og útlagi sem í félagi við nokkur flóttabörn, þar á meðal fyrrum stjúpdóttur sína, Mar- gréti, reynir að byggja upp sitt eigið örsamfélag byggt á öllu meiri mannúð. Úrkynjun og ábyrgð Nýja Breiðholt eftir Kristján Atla er einnig frumraun höfundar. Hún sver sig á meira áberandi hátt í ætt við vísinda- skáldskap og er það væntanlega ein ástæða þess að bókin hlaut ekki viðlíka athygli og Eyland þrátt fyrir að vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.