Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 34
S i g u r j ó n Á r n i E y j ó l f s s o n 34 TMM 2017 · 4 Prédik arinn hafnar því ekki réttlæti og góðri hegðun, vilji maðurinn lifa merkingarbæru lífi. Ef menn sneru baki við þessu og gæfu sig afstæðis- og tómhyggjunni á vald yrði mannlegt samfélag fljótt að helvíti á jörðu að mati hans. Það sem Prédik arinn gagnrýnir er áhersla hefðbundinnar guðfræði samtíma hans á það að réttlæti og dyggðugt líf séu trygging fyrir merkingar- bæru og hamingjusömu lífi. Það stenst ekki segir hann því staðreyndin er að: „Hinum góða farnast eins og syndaranum“ (v.2) báðir falla fyrir dauðanum. Hreinleiki og heilagleiki, helgihald og fórnir breyta hér engu um. Allir eru dauðlegir og enginn veit hvenær dauðinn sækir hann eða hana heim. Prédik- arinn hafnar því þeirri niðurstöðu Jobsbókar að vilji Guðs búi að baki öllu, og sá vilji leiði að lokum allt til góðs og haldi öllu innan þeirra marka sem þau lögmál réttlætis leyfa sem maðurinn setur og vill lesa inn í veruleikann og á að lúta samkvæmt vilja Guðs. Prédik arinn segir að maðurinn viti ekkert um það eða hvort „einhverjir séu frekar í hendi Guðs en aðrir“.25 Fyrir honum er dauðinn ekki hlutlaus veruleiki, heldur skelfilegt afl sem öllu eyðir. Prédik- arinn dregur hér fram dökka hlið á veruleika Guðs þar sem dauðinn er tæki í höndum hans. Innan fræðanna nefnist hún hinn huldi Guð eða (l.) Deus absconditus. Guð er hér sá sem hylur sig í þögn og maðurinn höndlar hann hvorki né skilur. Guð sem getur jafnvel snúist gegn manninum bæði sem örlagavaldur og andstæðingur. Þetta er veruleiki sem Prédik arinn og síðar Lúther glímdu við.26 Verufræðileg sýn Prédik arans er skýr: „Það er ókostur við allt sem við ber undir sólinni að sömu örlög mæta öllum og því fyllist hjarta mannanna illsku og heimska ríkir í hjörtum þeirra alla ævi þeirra og síðan liggur leiðin til hinna dauðu“ (v.3).27 En þrátt fyrir það að dauðinn virðist öllu eyða og kokgleypa merkingarleit mannsins og hann með, þá leiðir sýn Prédik arans á lífið ekki til siðferði- legrar afstæðihyggju. Heimurinn og maðurinn eru vissulega þverstæðufullir og erfiðir, en þeir eru sköpun Guðs og hún er góð. Veruleiki dauðans virðist vissulega gera allt afstætt, en samt sem áður er lífið gott, veruleiki þess og gæði þótt afstæð séu og undir fallvaltleikann sett eða jafnvel einmitt vegna þess. Þetta ber manninum að virða og horfast í augu við. Maðurinn veit ekk- ert um hvað framtíðin ber í skauti sér annað en vissuna um eigin dauða, en þrátt fyrir það á hann að játast lífinu og þeirri hamingju sem það getur þó fært og færir honum. Maðurinn á að njóta þeirrar ánægju sem lífið hefur upp á að bjóða, eða með orðum Prédik arans, meðan „maður er sameinaður þeim sem lifa, svo lengi er von, því að lifandi hundur er betri en dautt ljón.“ (v.4) Í útleggingu Lúthers á þessum texta er ekki dvalið lengi við þessa tilvistarlegu stöðu. Lúther gerir að sínum áherslur Prédik arans en beinir síðan sjónum að lífi og verki mannsins. Viðfangsefnið er starf mannsins andspænis veru- leika dauðans og því tilgangsleysi sem skuggi hans virðist varpa yfir alla tilveru. Í krafti náðar og kærleika Guðs í garð mannsins andmælir Lúther
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.