Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 99
Á l e i ð i s a ð U r ð a r s e l i
TMM 2017 · 4 99
árið 1920 og var opinberlega skýrt frá því að þetta verk hefði aflað honum
verðlaunanna. Hamsun naut mikillar hylli, og margir töldu hann, ásamt
Strindberg og Kierkegaard, einhvern frumlegasta og sérstæðasta anda á
Norðurlöndum. Löngu áður var kunnugt um áhrif Hamsuns á Halldór, enda
var vegur norska skáldsins mikill um þær mundir og fyrstu verk Halldórs
báru áhrifum hans vitni. Í yfirlitsriti um íslenska bókmenntasögu er sagt að
leiðtogar í íslenskum menningarmálum á 3. áratug 20. aldar hafi aðhyllst
„hamsúnisma“ (Jón 2006:227). Um 1919 er Halldór aftur á móti farinn að
andæfa ýmsum skoðunum Norðmannsins, og sú andstaða átti heldur en ekki
eftir að harðna (sjá t.d. Halldór 2004:105; Matthías 1972:60).
Knut Hamsun aðhylltist róttæka einstaklingshyggju og frumstæðishyggju
og var eiginlega stjórnleysingi. Halldór Guðmundsson minnir á „aftur-
hvarfshyggju“ í Markens grøde (Halldór 1996) og nefnir „sveitarómantík“
og vísar til „goðsögulegrar fegrunar sveitalífsins“ í verkum hans (Halldór
2004:354, 365). Hamsun var fullur óþolinmóðri andúð á auðsýslu, kaupskap,
viðskiptum, borgarlífi, iðnvæðingu og framförum. Ungur var hann glað sinna
kærulaus snillingur og náttúrubarn sem vildi njóta lífs og fegurðar, en varð
ekki síður einbeittur og grjótharður uppreisnarmaður gegn gervallri sam-
tíðinni. Hann bar kala til enskumælandi þjóða. Hann leit niður á nafnlausan
múginn, lýsti fálæti um málefni alþýðunnar og hann fyrirleit byltingar-
stefnur sem áttu rætur í lífi verkalýðsins í borgunum.
Sammæli er að Markens grøde sýni vel marga bestu skáldkosti Knuts
Hamsun. Frásagan er umbúðalaus, hrein og bein. Það er nokkurs konar heið-
ríkja yfir verkinu og þetta er í samræmi við lýsingar þess, sögusvið og boð-
skap. Víða í verkinu er þægileg kímni. Mannheimur þess er ekki átakalaus
eða gallalaus, en mennskan í verkinu er heillandi. Hamsun var innblásinn
andrúmslofti fegurðar, lífsvilja, villtra víðerna, sjálfsvildar og geðþótta en
fyrirleit skynsemi, yfirvegun, skipulag og lýðræði. Ritverk hans eru áfengar
kveikjur og tendra innlifun og innblástur í huga lesandans, oft blíðan en
stundum stríðan. Málsnilld hans er einstök, innsæi hans frábært, snilld hans
í tjáningu mennsku og umhverfis með ólíkindum (sjá m.a.: Helgi 1960).
Hamsun hafði háleitar hugsjónir um landbúnað og sjálfsábúð bænda, um
fagurt strit og erfiði í sjálfræði bóndans, um hlutverk og vægi sveitalífs og
bændafólks í æskilegu og eðlilegu samfélagi, um stöðu og líf mennskunnar
sem hluta jarðarinnar og sköpunarverksins. Helgi Hjörvar þýddi Markens
grøde á íslensku og segir að verkið sé „hinn magnaði boðskapur meistarans
um líftaugina milli manneskjunnar og gróðurmoldarinnar“ (Helgi 1960:12).
Ísak, söguhetja Markens grøde, tjáir þetta og birtir sjálfstæðan bónda sem
eigin herra á jörð sinni í búskap sem að mestu er sjálfsnægtabúskapur and-
spænis öflum náttúrunnar. Á sinn hátt er Brandur í Heiðaharmi Gunnars
Gunnarssonar samherji Ísaks (Gunnar 1940, 1972).
Á ritunartíma verksins hafði enginn minnstu hugmynd um þær byltingar
sem framundan voru í landbúnaði. Engan óraði fyrir geysilegri fækkun