Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 99
Á l e i ð i s a ð U r ð a r s e l i TMM 2017 · 4 99 árið 1920 og var opinberlega skýrt frá því að þetta verk hefði aflað honum verðlaunanna. Hamsun naut mikillar hylli, og margir töldu hann, ásamt Strindberg og Kierkegaard, einhvern frumlegasta og sérstæðasta anda á Norðurlöndum. Löngu áður var kunnugt um áhrif Hamsuns á Halldór, enda var vegur norska skáldsins mikill um þær mundir og fyrstu verk Halldórs báru áhrifum hans vitni. Í yfirlitsriti um íslenska bókmenntasögu er sagt að leiðtogar í íslenskum menningarmálum á 3. áratug 20. aldar hafi aðhyllst „hamsúnisma“ (Jón 2006:227). Um 1919 er Halldór aftur á móti farinn að andæfa ýmsum skoðunum Norðmannsins, og sú andstaða átti heldur en ekki eftir að harðna (sjá t.d. Halldór 2004:105; Matthías 1972:60). Knut Hamsun aðhylltist róttæka einstaklingshyggju og frumstæðishyggju og var eiginlega stjórnleysingi. Halldór Guðmundsson minnir á „aftur- hvarfshyggju“ í Markens grøde (Halldór 1996) og nefnir „sveitarómantík“ og vísar til „goðsögulegrar fegrunar sveitalífsins“ í verkum hans (Halldór 2004:354, 365). Hamsun var fullur óþolinmóðri andúð á auðsýslu, kaupskap, viðskiptum, borgarlífi, iðnvæðingu og framförum. Ungur var hann glað sinna kærulaus snillingur og náttúrubarn sem vildi njóta lífs og fegurðar, en varð ekki síður einbeittur og grjótharður uppreisnarmaður gegn gervallri sam- tíðinni. Hann bar kala til enskumælandi þjóða. Hann leit niður á nafnlausan múginn, lýsti fálæti um málefni alþýðunnar og hann fyrirleit byltingar- stefnur sem áttu rætur í lífi verkalýðsins í borgunum. Sammæli er að Markens grøde sýni vel marga bestu skáldkosti Knuts Hamsun. Frásagan er umbúðalaus, hrein og bein. Það er nokkurs konar heið- ríkja yfir verkinu og þetta er í samræmi við lýsingar þess, sögusvið og boð- skap. Víða í verkinu er þægileg kímni. Mannheimur þess er ekki átakalaus eða gallalaus, en mennskan í verkinu er heillandi. Hamsun var innblásinn andrúmslofti fegurðar, lífsvilja, villtra víðerna, sjálfsvildar og geðþótta en fyrirleit skynsemi, yfirvegun, skipulag og lýðræði. Ritverk hans eru áfengar kveikjur og tendra innlifun og innblástur í huga lesandans, oft blíðan en stundum stríðan. Málsnilld hans er einstök, innsæi hans frábært, snilld hans í tjáningu mennsku og umhverfis með ólíkindum (sjá m.a.: Helgi 1960). Hamsun hafði háleitar hugsjónir um landbúnað og sjálfsábúð bænda, um fagurt strit og erfiði í sjálfræði bóndans, um hlutverk og vægi sveitalífs og bændafólks í æskilegu og eðlilegu samfélagi, um stöðu og líf mennskunnar sem hluta jarðarinnar og sköpunarverksins. Helgi Hjörvar þýddi Markens grøde á íslensku og segir að verkið sé „hinn magnaði boðskapur meistarans um líftaugina milli manneskjunnar og gróðurmoldarinnar“ (Helgi 1960:12). Ísak, söguhetja Markens grøde, tjáir þetta og birtir sjálfstæðan bónda sem eigin herra á jörð sinni í búskap sem að mestu er sjálfsnægtabúskapur and- spænis öflum náttúrunnar. Á sinn hátt er Brandur í Heiðaharmi Gunnars Gunnarssonar samherji Ísaks (Gunnar 1940, 1972). Á ritunartíma verksins hafði enginn minnstu hugmynd um þær byltingar sem framundan voru í landbúnaði. Engan óraði fyrir geysilegri fækkun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.