Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 110
J ó n S i g u r ð s s o n 110 TMM 2017 · 4 „Skáld eru höfundar allrar rýnni“, segir Snorri. En Halldór Kiljan Lax- ness gefur ástæðu til að horft sé sérstaklega eftir þessum djúpu hálfræðu og óræðu þáttum. Í Sjálfstæðu fólki segir um bróðurinn Nonna að hann „sá inní völundarhús mannssálarinnar. Því fór fjarri að hann skildi það. En það sem meira var: hann leið með henni“ (H 2011:540). „Því skilníngurinn … er ekki uppspretta hins æðsta saungs. Samlíðunin er uppspretta hins æðsta saungs.“ (H s.st.). Þrátt fyrir mikilvægi „rétts“ skilnings er það samlíðunin sem mestu skiptir og öllu veldur. Í þessum orðum er lykill að öllu verkinu, að dýpsta og innsta boðskap skáldsins. Halldór Kiljan Laxness velur hér ekki orðið „samúð“. Hann grípur ekki orðið „meðlíðun“ sem hefur blæ af því að finna til þjáningar annars manns eða annarra, heldur orðið „samlíðun“ sem felur í sér blæ þess að taka á sjálfan sig þjáningar annars eða annarra, samsama sig þjáningu annarra, gera hana að sinni. Skáldinu hefur þótt mikilvægt að skýra þetta sem nákvæmast og hefur því rétt áður í lesmálinu: „leið með henni“. „Samlíðun“ er hér trúlega skírskotun til alþjóðaorðanna „compassion“, „commisération“ eða „empathie“ – frekar en „sympathie“, „pitié“ eða „miséricorde“. Sam- líðun merkir að þjást með öðrum, beinlínis að taka með virkum hætti á sig þjáningu og kvöl annars eða annarra, og hún er alkunn í kristinni siðfræði og í bænalífi klaustramanna (sjá líka: Gunnar 2002:84). Þetta orðval bendir til slíkra lærdóma. En það liggur reyndar í þessu að samlíðun með öðrum getur þá sjálfsagt orðið hvati að samstöðu með striti og baráttu alþýðunnar fyrir bættum lífs- kjörum. Og þá er opnuð ný vídd, í þeirri sannfæringu að með stéttabaráttu megi knýja fram breytingar í mannlífi og samfélagi. XV Framar í þessu lesmáli eru nefnd „kiljanskur stíll“ og „kiljönsk snilli“. Mörg dæmi má taka um mótsetningar og andstæður í verkinu. Lýsingin á líkræðu prestsins yfir Rósu er óviðjafnanleg, ekki laus við fyndna snúninga, en vin- samleg í lokin: „íslenskur prestur samkvæmt þjóðsögum í þúsund ár, návist hans ein var þess holl trygging að alt var með kyrrum kjörum“ (H 2011:207). Skilaboð þeirra Bjarts og Ástu hvors til annars í síðara hluta verksins eru endalaust yfirvarp og tvískinnungur, brynjur gegn sjálfum sér, flótti og sálar- stríð, allt andstætt og mótsett sjálfu sér (H 2011:604, 611–613, 662–666, 705) Af öðru tilefni orðar skáldið leikinn þannig: „Tvær samstæðar andstæður, hinar eilífu andstæður í mannsmynd …“ (H 2011:411). Og köld er sú mót- setning að Ástu er nauðgað í kafla sem ber heitið „Óskastundin“ (H 2011:504). Strax eftir að Bjartur hefur hrakið Ástu brott með hörðum orðum leggur hann sig allan fram um að hjálpa gamalánni Kápu með þrílembingana nýborna. Hlýrri og innilegri frásögu lýkur á þessum orðum: „Samúðin á sér kanski ekki letur, en það er vonandi að einn dag verði hún sigursæl í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.