Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 83
TMM 2017 · 4 83 Jón Sigurðsson Áleiðis að Urðarseli Upprifjanir um nokkur álitamál í Sjálfstæðu fólki I Skáldverkið Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness kom út í tveimur bindum 1934 og 1935 (Halldór 2011 – hér eftir: H 2011). Verkið fjallar um Bjart bónda, Guðbjart Jónsson í Sumarhúsum og fjölskyldu hans, en auk þess eru í verkinu nokkrir mismikilvægir þræðir. Einn söguþráður rekur sögu landbúnaðar á Íslandi á fyrstu áratugum liðinnar aldar. Verkið lýsir umbreytingum í þessari sögu og ætlun höfundar er að fletta ofan af við- horfum, innrættum væntingum og vonardraumum þeirra sem tóku þátt í henni, biðu ósigur eða börðust áfram. Forynjan Gunnvör er nokkurs konar tákn um þessa stefnu og um drauma og vonir sem tengdust henni, en hún myrti fólk, drakk blóðið og saug merginn úr því (H 2011:9–13; sjá: Hallberg 1970:217). Þriðji hluti verksins heitir Erfiðir tímar. Undir lok þessa hluta, í 58. kafla, er samtal þeirra Bjarts í Sumarhúsum og maddömunnar á Úti-Rauðsmýri. Þar birtist sérstakur þráður í verkinu. Samtalinu lýkur á því að bóndinn ryður úr sér langstaðinni gremju: „Það kemur mér andskotann ekkert við framar hvort þið skjótið skjólshúsi yfir þau börn sem þið eigið, eða berið þau út. Ég veit ekki betur en ég hafi gert mína skyldu, þegar þið brugðust að gera ykkar skyldu, og ykkar eigið barn lá andlaust undir kviðnum á tíkinni minni, og þið voruð búin að bera það út, og þá tók ég ykkar eigið barn og skaut yfir það skjólshúsi …“ (H 2011:560). Hér birtist viðkvæm kvika í verkinu. Bjartur í Sumarhúsum var nefnilega „leppur“. Svo var það oft kallað þegar allslaus vinnumaður var látinn taka við vinnukonu sem sonur góðbónda – eða bóndi sjálfur – hafði barnað. Vinnu- konan og leppurinn eru í þessu verki sett á kotskækil og hann látinn gangast við þunganum til að taka burt af heimilinu og fær með þessu einhvern stuðning til að hefja hokur þarna. Bjartur sest ásamt vinnukonunni Rósu að á heiðarkotinu sem hann nefnir Sumarhús (H 2011:126). Þrátt fyrir bókstaf og predikun viðurkenndi samfélagið þennan húsbónda- rétt í raun. Og ekki gekk Íslendingum betur en öðrum að virða siðgæðisbönn um kynhegðun. Séra Friðrik Eggerz (1802–1894) í Búðardal á Skarðsströnd og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.