Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 136

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 136
H u g v e k j a 136 TMM 2017 · 4 væru við enda hins nýja jarðarmönduls, einungis þar gæti menningin lifað áfram. Þetta sögðu menn að hefði áður gerst, og væri nú aftur á döfinni, fremur fyrr en síðar. Þessi válegu tíðindi birtust í dagblöðum, en ég man eftir því að ég var einu sinni í Nýja bíó og sá þá frétta- mynd þar sem þetta var sýnt, á tjaldinu birtist mynd af jörðinni, þar sem Suður- skautslandið sást sérlega vel, og svo fór hún að velta… Sagt var frá hugmyndum um að kasta kjarnorkusprengjum á þessa örlagaríku jökla til að reyna að bræða þá og létta á þunganum. Þetta dreymdi mig um nætur, og um daga horfði ég á Esjuna og velti fyrir mér hvort hún væri nógu há til að standa upp úr beljandi útsænum. En svo hvarf þetta úr blöðum, eftir stutta stund hættu allir að tala um þetta tilvonandi jarðarrokk, og það gleymdist með öllu. Ég efast um að margir muni eftir því nú á dögum, og alveg óvíst að sögubækur muni á það minnast. Þannig eru örlög margra fyrirbæra í skammtíma. Sem dæmi um fyrirbæri í „miðtíma“ tók Braudel sveiflur í efnahagslífi, svo sem kreppur kapítalismans á 19. öld, en þær komu með nokkuð reglulegu milli- bili. Hann útfærði það ekki nánar, en hægt er að staðsetja ýmisleg önnur fyr- irbæri þjóðlífsins í „miðtíma“. Dæmin um fyrirbæri „langtímans“ sótti Braudel í ýmis atriði landafræðinnar og þess atvinnulífs sem henni tengist, en þar mætti einnig nefna trúarbrögðin: í þús- und ár var Vestur-Evrópa kaþólsk og laut páfanum í Róm, en nú hefur álfan í fimm hundruð ár verið skipt milli kaþ- ólskra manna og mótmælenda, eins og menn eru að minnast um þessar mundir. Í ljósi þessarar kenningar má nú álykta að vandinn við að skilja atburði samtímans sé falinn í því fyrst og fremst hve erfitt það er, og stundum nánast ógerningur, að vita hvaða bylgjulengd tímans fyrirbærin tilheyra. Um þetta mætti einnig tilfæra mörg dæmi. Um skeið voru langflestir menntamenn í Frakklandi marxistar, með Sartre, Alt- husser og fleiri í fararbroddi, og var það í augum þeirra – þótt það væri ekki sagt berum orðum – væntanlegt fyrirbæri í „langtíma“, þessir menn hefðu séð ljósið eina, það myndi svo lýsa upp framtíðina um aldur og ævi. En svo kom í ljós að þessi marxismi var afskaplega vel afmarkað fyrirbæri í „miðtíma“, sem stóð yfir í þrjátíu ár, með nokkuð skýru upphafi og endi. Og því lauk með hreinni kúvendingu, skyndilega var varla nokkur málsmetandi menntamað- ur marxisti lengur, sumir fóru beint úr Marx í Hayek. Og þegar víðar er horft kemur einnig í ljós, það sem kann að koma mönnum á óvart, að jafnvel kommúnisminn var líka fyrirbæri í „miðtíma“, sem stóð víðast yfir í ein fimmtíu ár, nema í Rússlandi sjálfu, þar sem hann var þó innan ramma einnar sæmilega langrar mannsæfi. Og umskiptin, þegar þessari sveiflu „mið- tímans“ lauk, voru einnig skýr, víðast var í fyrstu umferð komið á frjálshyggju með hörku. Þessu mætti vafalaust halda áfram, t.d. virðist veldi abstrakt-málara- listar og raðtækni í tónlist hafa verið nokkurs konar fyrirbæri í „miðtíma“, þótt mörkin þar séu óljósari. Þegar litið er aftur til liðinna alda má einnig finna skýr dæmi um „miðtíma“, eitt þeirra er sjálft galdrafárið á Íslandi (sem ekki má rugla saman við venjulega galdratrú). Fyrsta raunverulega galdra- brennan – sem var ótvírætt fyrir galdra en ekki uppvakningu, guðlast eða annað – fór fram í Trékyllisvík 1654 þegar þrír menn voru brenndir á báli, og hin síð- asta 1683, semsé tuttugu og níu árum síðar. Maður sem var viðstaddur aftök- urnar í Trékyllisvík tvítugur að aldri var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.