Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 20
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 20 TMM 2017 · 4 Græni liturinn er þér hugleikinn – hvað er það með græna litinn? Grænn er eitur og kriptónít og eftirréttur í Simpsons og jaði og gróðurinn og jörðin undir fótunum og slím og reptíll og smaragður. Mm. Svo ferðu að skrifa prósa. Í smásagnasafninu Doris deyr (2010) gerast sögurnar í skrásettu tímarúmi. Hér birtast ekki teikningar þínar og þú færir þig af mýkt og áreynslulaust inní aðra hefð en fyrri bækurnar gætu tilheyrt. Ég var í myndlistarnámi í Montreal og ég man alveg eftir því hvernig fyrsta sagan varð til. Ég þjáist af svefnröskunum, glími stundum við andvökur, sef síðan of mikið á öðrum tímum. Ég er alltaf að fást við svefninn og einhvern tímann get ég ekki sofið og þarf að mæta í tíma klukkan átta daginn eftir, fer útá bensínstöð að kaupa mér eitthvað – sígarettur eða eitthvað – og kem útá stöðina sem er opin allan sólarhringinn og maðurinn hefur lokað búðinni og stendur úti að reykja á planinu. Og ég varð svo kvíðin og hrædd um að bensínstöðin myndi springa í loft upp afþví hann var að reykja og ekki má reykja nálægt dælunum, ég sá bara fyrir mér bobb-bobb-bobb: allt myndi springa og fór að skoða hvar olían væri og tankarnir og sá fyrir mér fljót af olíu í stórum holum geimi undir planinu. Fór heim og skrifaði fyrstu söguna sem er um manninn á bensínstöðinni. Náðirðu ekki að kaupa sígaretturnar eða eitthvað. Jú jú, hann hleypti mér inn. Og ég þekkti manninn, það var alltaf sami maðurinn á vakt. Svo fór ég í ferðalag um Suður Ameríku með þáverandi kærasta og skrifaði næstum allar sögurnar á nokkrum mánuðum. Í kjölfarið hætti ég í þessu mastersnámi, gaf út Doris deyr og hef verið að skrifa síðan. Hvítfeld – fjölskyldusaga (2012) heitir fyrsta skáldsagan – Þá ferðaðist ég um Asíu og vissi ekki hvað ég væri að skrifa, ákveðin í að nota tímann vel og skrifa skáldsögu. Og ég var alltaf að skrifa eitthvað. Þegar ég síðan las yfir þá var ég komin með skáldsögu með hellings þræði og sagan langt komin. Um sama leyti dvaldi ég í Chang Mai í Norður Tælandi – sem er yndisleg borg – var að læra jóga, átti mjög góðan tíma og bjó á gistiheimili. Þar kynntist ég sjúklegum lygara, manni frá Filipseyjum. Ég hafði gaman af honum, vingaðist við hann, við þvældumst saman um borgina og það var alveg sama hvað maður sagði: ég sagði eitthvað um skó og þá sagði hann: Ég vann í fínustu skóbúðinni á Manhattan og veit allt um skó. Svo flutti hann ræðu um skó. Við hittum ballerínu og þá ljóstraði hann því upp hann væri ballettdansari. Þannig var allt. Ég áttaði mig á því að ég hef oft átt samskipti við mjög óheiðarlegt fólk og óheiðarleiki er svona dæmi sem stækkar því lengur sem maður rýnir í það. Svo fattaði ég að aðalpersónan væri alltaf að ljúga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.