Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 100
J ó n S i g u r ð s s o n
100 TMM 2017 · 4
sveitastarfa með þróun tækni, vélabúnaðar, rafvæðingar og samgöngubóta,
um sérhæfingu og byggðaröskun, margfalda stórfellda framleiðsluaukningu
og aðrar umbyltingar samfélagsins yfirleitt. En þessi þróun hefur síðan alger-
lega valtað yfir og sléttað út flestar forsendur þessara þjóðlífsviðhorfa norska
skáldsins og aðdáenda og skoðanafélaga hans.
Hamsun reis gegn flestu í framþróun samfélagsmála, hagkerfis, viðskipta
og menningar. Hann fyrirleit flest af þessu og lá ekki á skoðunum sínum.
Sjónarmið hans og afskipti af samfélagsmálum urðu smám saman ákaflega
fráhrindandi, ámælisverð og almennt talin glæpsamleg í föðurlandi hans.
Hamsun lýsti stuðningi við Vidkun Quisling ríkisráðherra, handbendi
nasista í Noregi. Vonbrigði gamalla aðdáenda voru skerandi. Hamsun studdi
þýsku nasistaherina í heimsstyrjöldinni og dáði Adolf Hitler, en samt fór
heimsókn skáldsins sumarið 1943 út um þúfur vegna tilrauna Hamsuns að
ræða við foringjann um umbætur á hernáminu í Noregi. Eftir stríðslokin var
réttað yfir skáldinu sem föðurlandssvikara. Ungur kaus hann að vera skógar-
maður og lauk ævi sinni sem skóggangsmaður.
Hann var einfari, varð andstæður öllum og öllu, bauð öllum og öllu byrg-
inn. Hann var tillitslaus og óstýrilátur og óbugaður til hárrar elli. Í þeim
skiln ingi líkamnar Hamsun á sinn hátt andlegt frelsi og táp í verkum sínum
og lífi, framan af með aðdáunarverðum og yndislegum hætti – og að lokum
á öfugsnúinn og hræðilegan hátt. En hvorki Knut né Halldór eða aðrir gátu
séð fyrir túlkun nasista á hugmyndunum um „Blut und Boden“.
Um áhrif Hamsuns skrifar Halldór greinilega í eftirmála við 2. útgáfu
Sjálfstæðs fólks 1952. Hann segir: „Því hefur verið haldið fram að Sjálfstætt
fólk væri að nokkru leyti stælt eftir Hamsun, Markens grøde. Það er að því
leyti rétt sem hér er spurt sömu spurnínga og í Markens grøde – þó svarið
sé að vísu þveröfugt við svar Hamsuns“ (H 1952:472). Halldór víkur einnig
að boðunarhlutverki verksins og segir: „… sinn þátt í samníngu bókarinnar
átti sú vissa mín að þjóðfélagslegar niðurstöður Hamsuns í Markens grøde
væru yfirleitt rángar“. Og Halldór segir: „… þessar tvær bækur … eru … með
andstæðum forteiknum“ (H 1952, s.st.). Peter Hallberg ályktar um þetta: „… í
raun og veru hefur Halldór skrifað þessa bók sína í vísvitandi andófi við hina
frægu sögu Hamsuns“ (Hallberg 1955:40).
Halldór Guðmundsson hefur gert rækilegan samanburð á verkunum,
Gróðri jarðar og Sjálfstæðu fólki (Halldór 1996). Samkenni samkvæmt þessu
yfirliti eru þessi helst: Ísak og Bjartur eru þvermóðskufullir; þeir eru land-
nemar en uppruni þeirra sjálfra óljós; þeir hafa báðir eitthvað frumstætt
eða dýrslegt við sig; veltiár koma og fara; þeir þurfa að fara leitarferðir eftir
lömbum; Geissler lénsmanni og athafnamanni og Jóni hreppstjóra svipar
saman, svo og sonunum Gvendi og Sigvarði, Eleusi og Nonna; þeim Rósu
og Ingigerði svipar saman að nokkru leyti og báðar sjá þær aðra lífsvalkosti;
hreppstjórafrúin og frú Geissler halda ræður; bæði ritverkin birta aftur-
hvarfsþrá, með öfugum formerkjum; í báðum birtist kynlífsefni; í báðum er