Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 100

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Page 100
J ó n S i g u r ð s s o n 100 TMM 2017 · 4 sveitastarfa með þróun tækni, vélabúnaðar, rafvæðingar og samgöngubóta, um sérhæfingu og byggðaröskun, margfalda stórfellda framleiðsluaukningu og aðrar umbyltingar samfélagsins yfirleitt. En þessi þróun hefur síðan alger- lega valtað yfir og sléttað út flestar forsendur þessara þjóðlífsviðhorfa norska skáldsins og aðdáenda og skoðanafélaga hans. Hamsun reis gegn flestu í framþróun samfélagsmála, hagkerfis, viðskipta og menningar. Hann fyrirleit flest af þessu og lá ekki á skoðunum sínum. Sjónarmið hans og afskipti af samfélagsmálum urðu smám saman ákaflega fráhrindandi, ámælisverð og almennt talin glæpsamleg í föðurlandi hans. Hamsun lýsti stuðningi við Vidkun Quisling ríkisráðherra, handbendi nasista í Noregi. Vonbrigði gamalla aðdáenda voru skerandi. Hamsun studdi þýsku nasistaherina í heimsstyrjöldinni og dáði Adolf Hitler, en samt fór heimsókn skáldsins sumarið 1943 út um þúfur vegna tilrauna Hamsuns að ræða við foringjann um umbætur á hernáminu í Noregi. Eftir stríðslokin var réttað yfir skáldinu sem föðurlandssvikara. Ungur kaus hann að vera skógar- maður og lauk ævi sinni sem skóggangsmaður. Hann var einfari, varð andstæður öllum og öllu, bauð öllum og öllu byrg- inn. Hann var tillitslaus og óstýrilátur og óbugaður til hárrar elli. Í þeim skiln ingi líkamnar Hamsun á sinn hátt andlegt frelsi og táp í verkum sínum og lífi, framan af með aðdáunarverðum og yndislegum hætti – og að lokum á öfugsnúinn og hræðilegan hátt. En hvorki Knut né Halldór eða aðrir gátu séð fyrir túlkun nasista á hugmyndunum um „Blut und Boden“. Um áhrif Hamsuns skrifar Halldór greinilega í eftirmála við 2. útgáfu Sjálfstæðs fólks 1952. Hann segir: „Því hefur verið haldið fram að Sjálfstætt fólk væri að nokkru leyti stælt eftir Hamsun, Markens grøde. Það er að því leyti rétt sem hér er spurt sömu spurnínga og í Markens grøde – þó svarið sé að vísu þveröfugt við svar Hamsuns“ (H 1952:472). Halldór víkur einnig að boðunarhlutverki verksins og segir: „… sinn þátt í samníngu bókarinnar átti sú vissa mín að þjóðfélagslegar niðurstöður Hamsuns í Markens grøde væru yfirleitt rángar“. Og Halldór segir: „… þessar tvær bækur … eru … með andstæðum forteiknum“ (H 1952, s.st.). Peter Hallberg ályktar um þetta: „… í raun og veru hefur Halldór skrifað þessa bók sína í vísvitandi andófi við hina frægu sögu Hamsuns“ (Hallberg 1955:40). Halldór Guðmundsson hefur gert rækilegan samanburð á verkunum, Gróðri jarðar og Sjálfstæðu fólki (Halldór 1996). Samkenni samkvæmt þessu yfirliti eru þessi helst: Ísak og Bjartur eru þvermóðskufullir; þeir eru land- nemar en uppruni þeirra sjálfra óljós; þeir hafa báðir eitthvað frumstætt eða dýrslegt við sig; veltiár koma og fara; þeir þurfa að fara leitarferðir eftir lömbum; Geissler lénsmanni og athafnamanni og Jóni hreppstjóra svipar saman, svo og sonunum Gvendi og Sigvarði, Eleusi og Nonna; þeim Rósu og Ingigerði svipar saman að nokkru leyti og báðar sjá þær aðra lífsvalkosti; hreppstjórafrúin og frú Geissler halda ræður; bæði ritverkin birta aftur- hvarfsþrá, með öfugum formerkjum; í báðum birtist kynlífsefni; í báðum er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.