Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 103
Á l e i ð i s a ð U r ð a r s e l i
TMM 2017 · 4 103
Þetta skýrir líka hve ákaflega lýsingar Halldórs Kiljans Laxness á fásinni,
örbirgð og ranglæti skáru í augu lesenda þegar ritverkið kom fyrst út. Það
getur verið erfitt á nýrri öld að setja sér þessar samfélagsaðstæður og háleitar
hugsjónir þess tíma fyrir sjónir. En með þessar hugsjónir og vinsældir þeirra
í huga verður fyrst ljóst hversu róttæk, djörf og hávær uppreisn þessa liðugt
þrítuga skálds var, og hvílíkir hæfileikar þess voru og innblásinn metnaður.
Þá fyrst er unnt að leggja mat á menningarsögulegt inntak og vægi þessarar
atlögu að ríkjandi hugarfari, varpa ljósi á listræna yfirburði – og jafnframt
að skilja einlægnina í uppnámi margra við fyrsta lesturinn.
XI
Bjartur bóndi minnir á Gissur jarl og Hallgerði langbrók í því að iðulega
þegar um hann er rætt verða menn ósammála. Sumir afsaka hann og dást
jafnvel að honum, hallast til skilnings á afstöðu og athöfnum hans, en aðrir
bregðast andstætt við og fordæma hann jafnvel. Og Íslendingum er ekki tamt
að leita málamiðlunar eða samþykkis í slíku máli. Menn hafa yfirleitt ekki
ræðst lengi við um þetta þegar Bjartur er ekki lengur söguefni, mannpeð úr
skáldsögu, heldur er orðinn lifandi raunverulegur maður.
Torfi Tulinius hefur skrifað um það „hvernig Halldór fær okkur til að
trúa á tilvist hans“ (Bjarts), „samsamast honum, gera hann að hluta af okkur
sjálfum“ (Torfi 2002:77). Bjartur í Sumarhúsum gengur út úr skáldverkinu
og hefur tekið sér stöðu í hugskoti þjóðarinnar og krefst þess að við tökum
afstöðu til sín, stjórnmálalega, menningarsögulega og umfram allt siðferði-
lega afstöðu. Heil lesandi þjóð bregst við lestrinum og rökræðir og deilir
um mannlegt ágæti og dug, mannlega bresti og brot, um siðferðilegt mat á
þessum hrjúfa og kuldalega baráttujaxli. Einhver er sú skáldgáfa sem slíku
kemur til leiðar.
Og þá vakna margar spurningar. Er Bjartur rusti og fantur? Er hann ill-
menni í sér? Er hann heimskur fauti? Er hann uppstökkur, innibældur, ofur-
viðkvæmur, og ræður ekki við sig í krampakenndum hranaskap? Er hann
sífellt að reyna að fela sig á bak við einhvers konar frostbrynju? Er hann
fordómafullur frekjudallur? Er hann bara feiminn klaufi? Er hann líkur
Agli Skalla-Grímssyni, bráður og ákafur, hrjúfur ytra en brennandi innra
og knúinn skyldurækni blandinni þrjóskri frelsiskröfu? (Sjá enn fremur:
H 2011:267–268. – sbr. m.a. 55. kafla Egils sögu). Eða minnir hann jafnvel
ennþá frekar á Skalla-Grím í skapofsa og bráðlæti? Er hann þrúgaður af van-
metakennd og einsemd að herða sig upp áður en eitthvað óþægilegt dynur
á honum? Heldur hann að allir aðrir séu alltaf með hnefann tilbúinn og þá
varði mestu að verða á undan að slá? Er hann svo illa leikinn úr uppvexti
að hann getur yfirleitt ekki tjáð sig hlýlega eða vinsamlega? – Á Bjartur sér
málsbætur, og þá hverjar helstar?
Ekki fer á milli mála að ýmislegt í þessu skáldverki kom illa við marga