Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Qupperneq 103

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Qupperneq 103
Á l e i ð i s a ð U r ð a r s e l i TMM 2017 · 4 103 Þetta skýrir líka hve ákaflega lýsingar Halldórs Kiljans Laxness á fásinni, örbirgð og ranglæti skáru í augu lesenda þegar ritverkið kom fyrst út. Það getur verið erfitt á nýrri öld að setja sér þessar samfélagsaðstæður og háleitar hugsjónir þess tíma fyrir sjónir. En með þessar hugsjónir og vinsældir þeirra í huga verður fyrst ljóst hversu róttæk, djörf og hávær uppreisn þessa liðugt þrítuga skálds var, og hvílíkir hæfileikar þess voru og innblásinn metnaður. Þá fyrst er unnt að leggja mat á menningarsögulegt inntak og vægi þessarar atlögu að ríkjandi hugarfari, varpa ljósi á listræna yfirburði – og jafnframt að skilja einlægnina í uppnámi margra við fyrsta lesturinn. XI Bjartur bóndi minnir á Gissur jarl og Hallgerði langbrók í því að iðulega þegar um hann er rætt verða menn ósammála. Sumir afsaka hann og dást jafnvel að honum, hallast til skilnings á afstöðu og athöfnum hans, en aðrir bregðast andstætt við og fordæma hann jafnvel. Og Íslendingum er ekki tamt að leita málamiðlunar eða samþykkis í slíku máli. Menn hafa yfirleitt ekki ræðst lengi við um þetta þegar Bjartur er ekki lengur söguefni, mannpeð úr skáldsögu, heldur er orðinn lifandi raunverulegur maður. Torfi Tulinius hefur skrifað um það „hvernig Halldór fær okkur til að trúa á tilvist hans“ (Bjarts), „samsamast honum, gera hann að hluta af okkur sjálfum“ (Torfi 2002:77). Bjartur í Sumarhúsum gengur út úr skáldverkinu og hefur tekið sér stöðu í hugskoti þjóðarinnar og krefst þess að við tökum afstöðu til sín, stjórnmálalega, menningarsögulega og umfram allt siðferði- lega afstöðu. Heil lesandi þjóð bregst við lestrinum og rökræðir og deilir um mannlegt ágæti og dug, mannlega bresti og brot, um siðferðilegt mat á þessum hrjúfa og kuldalega baráttujaxli. Einhver er sú skáldgáfa sem slíku kemur til leiðar. Og þá vakna margar spurningar. Er Bjartur rusti og fantur? Er hann ill- menni í sér? Er hann heimskur fauti? Er hann uppstökkur, innibældur, ofur- viðkvæmur, og ræður ekki við sig í krampakenndum hranaskap? Er hann sífellt að reyna að fela sig á bak við einhvers konar frostbrynju? Er hann fordómafullur frekjudallur? Er hann bara feiminn klaufi? Er hann líkur Agli Skalla-Grímssyni, bráður og ákafur, hrjúfur ytra en brennandi innra og knúinn skyldurækni blandinni þrjóskri frelsiskröfu? (Sjá enn fremur: H 2011:267–268. – sbr. m.a. 55. kafla Egils sögu). Eða minnir hann jafnvel ennþá frekar á Skalla-Grím í skapofsa og bráðlæti? Er hann þrúgaður af van- metakennd og einsemd að herða sig upp áður en eitthvað óþægilegt dynur á honum? Heldur hann að allir aðrir séu alltaf með hnefann tilbúinn og þá varði mestu að verða á undan að slá? Er hann svo illa leikinn úr uppvexti að hann getur yfirleitt ekki tjáð sig hlýlega eða vinsamlega? – Á Bjartur sér málsbætur, og þá hverjar helstar? Ekki fer á milli mála að ýmislegt í þessu skáldverki kom illa við marga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.