Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 37
R a u n s æ l í f s g l e ð i TMM 2017 · 4 37 „Við hvað á ég þá að líkja mönnum þessarar kynslóðar? Hverju eru þeir líkir? Líkir eru þeir börnum sem á torgi sitja og kallast á: Við lékum fyrir ykkur á flautu og ekki vilduð þið dansa. Við sungum ykkur sorgarljóð og ekki vilduð þið gráta. Nú kom Jóhannes skírari, át hvorki brauð né drakk vín, og þið segið: Hann hefur illan anda. Og Mannssonurinn er kominn, etur og drekkur og þið segið: Hann er mathákur og vínsvelgur, vinur tollheimtumanna og syndara! En öll börn spekinnar sjá og játa hvar hún er að verki.“ (Lk 7. 31–35) Lúther er í útleggingu sinni trúr framsetningu Prédik arans. Eftir hafa fjallað í fyrri hlutanum (v.1–6) um vinnu og verk mannsins, snýr hann sér í seinni hlutanum (v.7–10) að nauðsyn þess að njóta gæða lífsins. Hann varar strax í upphafi við þeim hégóma, freistni og kröfu verkaréttlætingarsinna að hafna ánægjuefnum lífsins fyrir sig en umfram allt fyrir aðra. Inntak raka slíkra eru ætíð þau sömu, að veruleikinn sé fullur þverstæðna, óréttlætið mikið og dauðinn skelfilegur sem allt verður að hverfa í skuggann af. Lúther svarar þeim og segir: „Fyrst við verðum að lifa í þverstæðufullum heimi, þá er það besta sem getum gert að vera ánægð og halda ró okkar. Við getum ekki hreyft við þeirri stöðu og breytum engu með að láta áhyggjur éta okkur upp. Þær eiga ekki að ríkja í hjörtum okkar, [við fylgjum ráði Prédik arans] „njóttu brauðs og víns þíns“, sem er að við, vegna blessunar Guðs, eigum að njóta ávaxta erfiðis okkar“.37 Menn eiga að leggja verk sín í hendur Guðs, gefa hjarta sitt góðvild Guðs á vald og vera óhræddir að njóta lífsins og þeirrar hamingju sem það hefur þó að geyma. Maðurinn á að gera sér dagamun, fara í betri föt og halda hátíðir, til að ramma hversdagsleikann inn. Lúther segir: „Þú lifir vissulega mitt í hégómleikanum, einmitt þess vegna skaltu njóta lífsins og eyðilegðu það ekki fyrir þér með hneykslun og fjarlægðu sorgirnar úr hjarta þínu. Þú getur ekki betur hæðst að heiminum en með því að hlæja, þegar hann reiðist. Það á að vera þér nóg að eiga náðugan Guð. Því hvað er öll illska heimsins í samanburði við mildi hans?“38 Vinnan á að vera á sínum stað og henni á að sinna, en áhyggjurnar á ekki að rækta með ásökunum sem siða- postular og fulltrúar þeirra leita að með logandi ljósi í fortíðinni eða komandi framtíð. Bara til að geta ráðskast með meðbræður sína og systur. Menn eiga ekki hlusta á þá, heldur leggja líf sitt og verk í hendur Guðs. Maðurinn á að gangast við blessun Guðs, meðtaka það góða sem hann þó veitir. Og þá greinum við að lifandi hundur í náð Guðs er sælli en dautt ljón í fangi verka- réttlætingarinnar. 5. Niðurstaða Lúther gefur á mörgum stöðum líkt og Prédik arinn góð ráð hvernig á að sigrast á erfiðleikum lífsins með lífsgleðinni. Hann segir á einum stað að þegar þunglyndi sækir að skuli menn grípa til lífsgleðinnar, borða vel og drekka því djöfullinn eigi erfiðara með að glíma við þá sem eru með magann fullan af góðum mat og höfuðið fullt af skemmtilegum sögum.39 Í þessu sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.