Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 122
Vi ð t a l v i ð D a n i e l C o h n - B e n d i t 122 TMM 2017 · 4 Cohn-Bendit: Franski heimspekingurinn Jean-Paul Sartre lagði líka þessa spurningu fyrir mig í maí 1968 þegar hann tók viðtal við mig fyrir franska tímaritið Le Nouvel Observateur. Fundurinn með honum var fyrir mig líkt og sagt væri við kaþólikka: „Páfinn vill finna þig.“ (hlær). S.: Sartre var einn af áhrifamestu hugsuðum vinstrimanna. Cohn-Bendit: Samt var hann í viðtalinu við mig enn taugaveiklaðri en ég. Að minnsta kosti vildi hann vita nákvæmlega hvernig byltingin færi fram og hvað við tæki þegar hún hefði átt sér stað. Og þá sagði þessi 23 ára gamli stráklingur: Bylting sem á sér stað með valdaráni að næturlagi – það er liðin tíð. Málið snýst um langa leið sem farin er, það er leið breytinga og endurbóta. Byltingin greiðir leið fyrir stöðugar umbætur. Þannig dró ég þetta upp – nokkuð sem sannast sagna olli honum sýnilegum vonbrigðum. Hann dreymdi greinilega um annars konar uppreisn. S.: Markmið ykkar voru umbætur? Cohn-Bendit: Hvers vegna áttu þessar uppreisnir sér stað svo víða? Það stafaði af því að hin ráðandi öfl voru ófær um að koma á umbótum eða kærðu sig ekki um þær. Uppreisnir eiga sér alltaf stað í sögunni þegar komið er í veg fyrir algjörlega nauðsynlegar endurbætur í samfélaginu. Þá vex þrýstingurinn þar til einhvern tímann verður hvellur og lokið þeytist af katlinum. S.: Hvernig áttu málin þá að þróast eftir mikil pólitísk umbrot? Cohn-Bendit: Við höfðum hugmynd sem byggði á hinni stöðugu virkni – hún reyndist raunar vera hin mikla blekking. Við töldum að fólk, hvar svo sem það bjó og starfaði – í atvinnulífinu, í háskólum, í borgarhverfum, myndi skipuleggja sig sjálft og með þeim hætti sífellt endurbæta samfélagið í heild sinni. Þessi afstaða reyndist vera reginskyssa. S.: Hvers vegna? Cohn-Bendit: Við áttuðum okkur ekki á því að fólk getur á ákveðnum sögulegum stundum verið reiðubúið til þess að rísa upp og segja: Nú er komið nóg. En það vill hins vegar engan veginn standa í sífelldu pólitísku starfi – fólk vill lifa, fara í bíó, stunda íþróttir, elskast! Og þetta vanmátum við. Það tók okkur allmörg ár að átta okkur á þessu. S.: Sýndi það ekki talsvert ofmat á sjálfum sér að álíta að hnattræn bylting væri á næsta leiti? Cohn-Bendit: En það gekk alls staðar svo mikið á! Eitt af slagorðum okkar hljómaði svo: „Í Róm, í París, Búdapest og Berlín, herfylki verkamanna, skipið ykkur í sveit!“ Vandi okkar var hins vegar sá að söguleg viðmið okkar voru frá annarri öld. Það var hrópandi mótsögn á milli tilfinninga og langana okkar unga fólksins, sem fædd vorum eftir síðari heimsstyrjöldina, og þess pólitíska orðfæris, sem við notuðum og hafði mótast á 19. öld. Verkamanna- herfylki eða sveitir voru líka helber ímyndun, slíkt var hvergi að finna. S.: Á miðjum sjöunda áratugnum stóð Víetnamstríðið sem hæst. Mörg hundruð þúsund bandarískir hermenn börðust í Indókína. Eftir að Fidel Castro hafði náð völdum á Kúbu reyndi Che Guevara einnig að hefja byltingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.