Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 54
54 TMM 2017 · 4
Ármann Jakobsson
Smaladrengurinn
og frásagnarlist Íslendingasagna
Í aukahlutverki
Franski táknfræðingurinn Roland Barthes (1915–1980) greindi á sínum
tíma ljósmyndir af mikilli hind, meðal annars með hliðsjón af hugtökunum
studium og punctum. Það fyrra er meginefni ljósmyndarinnar, hið almenna
erindi hennar dregið fram af sjálfum ljósmyndaranum en hið seinna er óvænt
meginatriði sem blasir við tilteknum áhorfanda en var ekki endilega skipu lagt
sem aðalatriðið.1 Í svipaðri stöðu og sá áhorfandi er rannsakandi sem skyndi-
lega fer að beina sjónum að aukapersónum texta en það hefur sá er þetta ritar
þó gert í vaxandi mæli hin seinni misseri, þar á meðal nafnlausum persónum,
þrælum, griðkonum, fóstrum, börnum, unglingum, gamalmennum, í stuttu
máli öllum persónum sagnanna sem ekki eru dæmigerðar fornsagnahetjur.2
Það mætti kalla þetta fólk jaðarfólk að því leyti að það nýtur sjaldan mikillar
athygli, hvorki í sögunum né meðal þeirra sem um þær fjalla. Það mætti líka
kalla það „venjulega fólkið“ vegna þess að drjúgur hluti Íslendinga og annarra
manna á miðöldum hefur vitaskuld verið fólk af þessu tagi sem nýtur engra
sérstakra forréttinda eða athygli í krafti auðs, valda eða glæsibrags.3
Hér verður fetað sömu braut og Barthes gerði og því haldið fram að þetta
sé ómaksins vert. Ein ástæða þess er það eðli góðra texta að í þeim má finna
fleira en það sem blasir við strax og á þá er litið. Til eru áhorfendur sem ekki
lifa sig inn í sögurnar á sjónvarpsskjánum en horfa þess í stað á landslagið
í bakgrunninum. Rétt eins og landslagið er vissulega í bakgrunni myndar-
innar þegar ástfangna parið kyssist í forgrunni, gegnir nafnlausa Íslendinga-
sagnafólkið því hlutverki að mynda trúverðugan félagslegan bakgrunn. Það
er ekki ætlunin að söguhlýðendur séu uppteknir að því, en það fær að fljóta
með og þjónar þannig hlutverki sem réttlætir tilvist þess í sögunni og þar
með þessa umfjöllun, auðvitað ekki aðalhlutverki en þó varla einskisverðu.
Samband söguhlýðenda og aukapersóna snýst að verulegu leyti um áhrifs-
gildi texta, sambandinu sem textar skapa milli höfunda sinna og áheyrenda
og gildi frásagna fyrir líf hins almenna manns, áhrif sem eru í raun alltaf í
öndvegi í bókmenntarannsóknum þó að þau séu ef til vill sjaldan rædd ræki-
lega. Með því að beina sjónum að aukapersónum í sögunum má þannig varpa